Ræðusnilld Óttar Guðmundsson skrifar 25. maí 2019 09:00 Mannkynssagan geymir nöfn nokkurra afburða ræðusnillinga. Í Grikklandi hinu forna voru heimspeki og orðsnilld samofin þar sem Demosþenes bar af öðrum ræðumönnum. Sagt var að hann gæti með mælsku sinni og skarpri rökhugsun flutt fjöll úr stað. Íslendingar hafa ekki átt mikla ræðuskörunga síðan Þorgeir Ljósvetningagoði flutti kristnitökuræðu sína árið 1000 og Jón Steingrímsson stöðvaði Skaftárelda með orðkynngi sinni. Nú berast hins vegar fréttir frá Alþingi um óvenju snjalla ræðumennsku. Þingmenn Miðflokksins hafa á undanförnum sólarhringum talað þindarlaust og oft blaðlaust á Alþingi um þriðja orkupakkann. Þessir menn höfðu áður í hinu svokallaða Klausturmáli vakið athygli fyrir kjarnyrta og snjalla málnotkun. Á löngum næturfundum Alþingis virðast þeir innblásnir af heilögum anda eldklerksins. Því miður virðist þessi mikla snilld vera að ganga yfir eins og rigningarskúr sem enginn tekur eftir. Miðflokksmenn hafa haldið eldræður sínar fyrir galtómum þingsal. Skorinorður og meitlaður málflutningur hefur svifið út í tómið án þess að nokkurt mannlegt eyra næmi snilldina. Það er krafa allra landsmanna að ræðurnar verði gefnar út á prenti og sem hljóðbækur sem námsefni í skólum. Æska landsins þarf að læra að koma fyrir sig orði og nota íslenskuna eins og hún á skilið. Brottfallið úr skólunum mundi kannski aukast en það skiptir engu í þessu samhengi. Með hljóðbókunum mætti bæta svefn landsmanna og minnka sívaxandi svefnlyfjanotkun. Þessar bækur mætti nota í íslenskukennslu fyrir útlendinga til að minnka straum hælisleitenda til landsins. Hljóðbækurnar eru tilvalin tækifærisgjöf til Íslendinga í útlöndum. Þessi sögulegu menningarverðmæti mega ekki glatast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mannkynssagan geymir nöfn nokkurra afburða ræðusnillinga. Í Grikklandi hinu forna voru heimspeki og orðsnilld samofin þar sem Demosþenes bar af öðrum ræðumönnum. Sagt var að hann gæti með mælsku sinni og skarpri rökhugsun flutt fjöll úr stað. Íslendingar hafa ekki átt mikla ræðuskörunga síðan Þorgeir Ljósvetningagoði flutti kristnitökuræðu sína árið 1000 og Jón Steingrímsson stöðvaði Skaftárelda með orðkynngi sinni. Nú berast hins vegar fréttir frá Alþingi um óvenju snjalla ræðumennsku. Þingmenn Miðflokksins hafa á undanförnum sólarhringum talað þindarlaust og oft blaðlaust á Alþingi um þriðja orkupakkann. Þessir menn höfðu áður í hinu svokallaða Klausturmáli vakið athygli fyrir kjarnyrta og snjalla málnotkun. Á löngum næturfundum Alþingis virðast þeir innblásnir af heilögum anda eldklerksins. Því miður virðist þessi mikla snilld vera að ganga yfir eins og rigningarskúr sem enginn tekur eftir. Miðflokksmenn hafa haldið eldræður sínar fyrir galtómum þingsal. Skorinorður og meitlaður málflutningur hefur svifið út í tómið án þess að nokkurt mannlegt eyra næmi snilldina. Það er krafa allra landsmanna að ræðurnar verði gefnar út á prenti og sem hljóðbækur sem námsefni í skólum. Æska landsins þarf að læra að koma fyrir sig orði og nota íslenskuna eins og hún á skilið. Brottfallið úr skólunum mundi kannski aukast en það skiptir engu í þessu samhengi. Með hljóðbókunum mætti bæta svefn landsmanna og minnka sívaxandi svefnlyfjanotkun. Þessar bækur mætti nota í íslenskukennslu fyrir útlendinga til að minnka straum hælisleitenda til landsins. Hljóðbækurnar eru tilvalin tækifærisgjöf til Íslendinga í útlöndum. Þessi sögulegu menningarverðmæti mega ekki glatast.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar