„Eurovision fór fram í Tel Aviv á meðan fólk þjáðist aðeins örfáum kílómetrum í burtu“ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 18:31 Bashar Murad er staddur hér á landi með hljómsveitinni Hatara. Skjáskot Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“ Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00