Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2019 16:26 Greta Thunberg er 16 ára gömul. Hún hóf svonefnt loftslagsverkfall til að krefjast aðgerða gegn loftslagsbreytingum fyrir utan sænska þingið. Verkföllin hafa síðan getið af sér hreyfingu ungs fólks víða um heim. Vísir/EPA Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Forstjóri íþróttvöruverslunarinnar XXL í Svíþjóð hefur látið af störfum eftir Facebook-færslu sem hann skrifaði um Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkuna sem hefur hrundið af stað loftslagsverkföllum ungmenna um allan heim. Í færslunni notaði hann Downs-heilkennið á niðrandi hátt um Thunberg. Per Sigvardsson heldur því sjálfur fram að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans þegar þar birtist færsla um að Thunberg væri „eins nálægt Downs og maður kemst“ eftir að hún heimsótti Evrópuþingið í apríl. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að XXL réði utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka staðhæfingar Sigvardsson um að brotist hafi verið inn á Facebook-síðu hans. Ekki fékkst þó niðurstaða um hvernig færslan hefði verið birt eða hvort einhver hefði í raun brotist inn á reikninginn. Sigvardsson hafi því sjálfur ákveðið að stíga til hliðar strax til að skapa frið um fyrirtækið, að því er segir í yfirlýsingu frá XXL sem stóð lengi vel með Sigvardsson í málinu. Thunberg, sem er á einhverfurófi, hefur verð skotspónn ýmissa íhaldssamra hópa eftir að hún varð að andliti loftslagsmótmæla ungs fólks. Áróðri og háði um sænsku stúlkuna hefur meðal annars verið dreift á íslenskum fjölmiðlum. Þannig birti Útvarp Saga pistil um Thunberg á dögunum þar sem ýjað var að því að hún væri handbendi George Soros, ungverskættaða auðkýfingins sem hefur orðið að grýlu og viðfangsefni samsæriskenninga jaðarhópa af hægri vængnum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu var Thunberg uppnefnd „Heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“ fyrr í þessum mánuði.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43 Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15 Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Greta gerð að heiðursdoktor Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. 17. maí 2019 13:43
Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. 10. apríl 2019 17:15
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03