Ómar lagði Gæsluna í annað sinn í baráttu um vangoldna leigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 15:41 Ratsjárstöðin á Hornafirði. Runólfur Hauksson Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45