Umfjöllun og viðtöl: ÍA 2-0 Stjarnan | Skagamenn eru óstöðvandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. maí 2019 19:45 vísir/daníel þór Skagamenn tróna enn á toppi Pepsi Max deildar karla og eru taplausir eftir sex umferðir. ÍA lagði Stjörnuna 2-0 á heimavelli sínum á Akranesi í dag. Leikurinn byrjaði fjörlega og átti Guðjón Baldvinsson skot á markið strax á fyrstu mínútu. Það voru hins vegar ekki fyrirheit um fjörlegan leik. Það var afskaplega fátt um fína drætti í fyrri hálfleik. Heimamenn sköpuðu sér ekkert fram á við og þeirra einu færi komu úr föstum leikatriðum. Stjörnumenn náðu nokkrum sinnum að bjóða upp á ágætar sóknir en alltaf vantaði herslumuninn. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks áttu bæði lið sína skyndisóknina en ekki kom mark í leikinn. Seinni hálfleikur byrjaði af meiri krafti og á 55. mínútu skoraði Einar Logi Einarsson mark fyrir Skagamenn eftir innkast langt inni á vallarhelmingi Stjörnunnar. Varnarmaðurinn orðinn einn helsti markaskorari ÍA með mark í öðrum leiknum í röð. Eftir markið fór Stjarnan varla yfir miðlínu. Þegar um klukkutími var kominn á klukkuna stöðvaðist leikurinn í dágóðan tíma þegar Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, fékk höfuðhögg. Hann gat ekki haldið áfram leik eftir aðhlynningu og greinilegt að höggið hafði nokkur áhrif á hann. Undir lok leiksins sóttu gestirnir loks á markið af einhverju ráði en þeir náðu ekki að nýta færin sín. Í staðinn skoraði Steinar Þorsteinsson fyrir gulklædda og gulltryggði sigur ÍA. Leiknum lauk með 2-0 sigri og er ÍA með 16 stig eftir 6 umferðir og situr á toppi deildarinnar.Af hverju vann ÍA? Stjarnan hefði mátt nýta eitthvað af færum sínum í fyrri hálfleik því heimamenn sköpuðu sér ekkert fyrstu 45 mínúturnar. Það vantaði hins vegar að klára sóknirnar sem þeir fengu almennilega. Bæði lið fengu færi í upphafi seinni hálfleiks en ÍA skoraði og eftir það var leikurinn þeirra því þá hættu Stjörnumenn að skapa sér sóknir. Þegar upp er staðið bauð hvorugt lið upp á einhvern blússandi samba sóknarbolta. ÍA kláraði færin sín og þar liggur munurinn. Stjörnumenn voru ekki nógu góðir fram á við og súpa seiðið af því.Hverjir stóðu upp úr? Stefán Teitur Þórðarson hefur heillað marga í síðustu leikjum og hann var mjög góður á miðsvæðinu í dag. Hann gulltryggði sér titilinn mann leiksins með aukaspyrnunni sem seinna mark Skagamanna kom upp úr. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti mjög fína spretti á köflum og þá má ekki líta framhjá Einari Loga sem hefur fundið markaskóna ásamt því að standa vörnina vel.Hvað gekk illa? Færasköpun hjá báðum liðum stóra hluta leiksins. ÍA átti sína spretti í seinni hálfleik, Stjarnan nokkrar sóknir í fyrri hálfleik, en fyrir fólk sem hefur gaman af fljótandi sóknarbolta og mikið af mörkum þá var þessi leikur ekki mikið fyrir augað.Hvað gerist næst? Næsta umferð í deildinni er um næstu helgi. Í millitíðinni er hins vegar bikarumferð. Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr leik svo þeir hvíla þar til þeir mæta Íslandsmeisturunum á teppinu í Garðabæ á sunnudag en ÍA fer í Kaplakrika og mætir FH á fimmtudaginn í stórleik 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.Jóhannes Karl Guðjónsson.Vísir/DaníelJói Kalli: Skiptir ekki máli að hafa skapað lítið ef þú skorar tvö mörk „Við komum inn í þennan leik vitandi að þetta yrði erfiður leikur. Þeir komu inn í leikinn með sína nálgun sem er mikið af löngum boltum og þetta voru mikil slagsmál og mikil læti. En við vorum að mínu mati yfir í því allan leikinn þannig að ég er gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig,“ sagði þjálfari Skagamanna, Jóhannes Karl Guðjónsson, í leikslok. Gulklæddir sköpuðu sér lítið í fyrri hálfleik en komu sér í þægilega stöðu með því að ná markinu snemma í þeim seinni. „Leikurinn var alveg í járnum. Við ætluðum að vera þolinmóðir, en náðum ekki að opna þá í fyrri hálfleik eins mikið og við hefðum viljað. Þetta var ótrúlega jafn leikur en við sköpuðum ekki mikið af færum.“ „En það skiptir ekki máli ef þú nærð að skora tvö mörk. Enn og aftur, þriðja leikinn í röð, höldum við hreinu sem ég er virkilega sáttur með.“ Bjarki Steinn Bjarkason fór út af eftir rúmar tuttugu mínútur í dag, hver er staðan á honum? „Hann var búinn að vera stífur í mjöðminni og tengt náranum. Það gaf sig bara og hann þurfti að koma út af því miður. En það kemur maður í manns stað, leiðinlegt að missa Bjarka svona snemma, en við þurfum að geta leyst það.“Rúnar Páll Sigmundssonvísir/daníelRúnar: Getum verið fúlir með okkur sjálfa „Við töpum þessum leik á föstum leikatriðum og tveimur innköstum. Það var ekki mikið annað sem gerðist hjá Skagamönnum,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „En þeir vörðust vel og við náðum held ég ekki skoti á markið hjá þeim, kannski eitt, tvö. Við náðum ekki að skapa okkur alvöru færi þó það hafi verið eitthvað smá klafs í teignum í fyrri hálfleik.“ Stjörnumenn voru aðeins hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en markið setti þá nokkuð út af laginu. „Það var ekkert í gangi hjá Skagamönnum. Mér fannst þeir spila ágætlega í fyrri hálfleik en fáum síðan mark í andlitið, algjör óþarfi.“ „Það er hundleiðinlegt að tapa en við þurfum bara að hafa trú á okkur og lyfta hausnum upp. Við getum verið fúlir með okkur sjálfa í þessum leik í dag en það er bara áfram með smjörið.“ Haraldur Björnsson þurfti stuðning frá liðsfélaga sínum þegar hann gekk í burtu frá vellinum og inn í klefa í lok leiksins. Hver er staðan á honum? „Hann er ekki góður. Liggur á einhverjum börum þarna upp í klefa og er ekkert sérstaklega góður eins og staðan er núna,“ sagði Rúnar Páll. Stefán Teitur Þórðarson í leik ÍA og Breiðabliks í síðustu umferð.Vísir/DaníelStefán Teitur: Þeir eru sterkir og við erum það líka „Við erum virkilega glaðir að fá þrjú stig hérna, halda hreinu og halda okkur á toppnum,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson í leikslok. „Þessi leikur var eins og maður bjóst við fyrir, að þetta yrði erfiður leikur. Þeir eru líkamlega sterkir og við erum það líka, þetta var bara mikil barátta.“ Stefán Teitur hefur fengið nokkuð lof upp á síðkastið, hefur hann gert eitthvað sérstakt til að stíga betur upp? „Ekkert eitthvað þannig. Er búinn að æfa virkilega vel, Kjarri, Jói og Siggi eru búnir að vera með okkur í mikilli æfingu og það er gott.“Baldur Sigurðssonvísir/báraBaldur: Fannst dómarinn flauta of mikið „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur Sigurðsson fyrirliði Garðbæinga í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla
Skagamenn tróna enn á toppi Pepsi Max deildar karla og eru taplausir eftir sex umferðir. ÍA lagði Stjörnuna 2-0 á heimavelli sínum á Akranesi í dag. Leikurinn byrjaði fjörlega og átti Guðjón Baldvinsson skot á markið strax á fyrstu mínútu. Það voru hins vegar ekki fyrirheit um fjörlegan leik. Það var afskaplega fátt um fína drætti í fyrri hálfleik. Heimamenn sköpuðu sér ekkert fram á við og þeirra einu færi komu úr föstum leikatriðum. Stjörnumenn náðu nokkrum sinnum að bjóða upp á ágætar sóknir en alltaf vantaði herslumuninn. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks áttu bæði lið sína skyndisóknina en ekki kom mark í leikinn. Seinni hálfleikur byrjaði af meiri krafti og á 55. mínútu skoraði Einar Logi Einarsson mark fyrir Skagamenn eftir innkast langt inni á vallarhelmingi Stjörnunnar. Varnarmaðurinn orðinn einn helsti markaskorari ÍA með mark í öðrum leiknum í röð. Eftir markið fór Stjarnan varla yfir miðlínu. Þegar um klukkutími var kominn á klukkuna stöðvaðist leikurinn í dágóðan tíma þegar Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, fékk höfuðhögg. Hann gat ekki haldið áfram leik eftir aðhlynningu og greinilegt að höggið hafði nokkur áhrif á hann. Undir lok leiksins sóttu gestirnir loks á markið af einhverju ráði en þeir náðu ekki að nýta færin sín. Í staðinn skoraði Steinar Þorsteinsson fyrir gulklædda og gulltryggði sigur ÍA. Leiknum lauk með 2-0 sigri og er ÍA með 16 stig eftir 6 umferðir og situr á toppi deildarinnar.Af hverju vann ÍA? Stjarnan hefði mátt nýta eitthvað af færum sínum í fyrri hálfleik því heimamenn sköpuðu sér ekkert fyrstu 45 mínúturnar. Það vantaði hins vegar að klára sóknirnar sem þeir fengu almennilega. Bæði lið fengu færi í upphafi seinni hálfleiks en ÍA skoraði og eftir það var leikurinn þeirra því þá hættu Stjörnumenn að skapa sér sóknir. Þegar upp er staðið bauð hvorugt lið upp á einhvern blússandi samba sóknarbolta. ÍA kláraði færin sín og þar liggur munurinn. Stjörnumenn voru ekki nógu góðir fram á við og súpa seiðið af því.Hverjir stóðu upp úr? Stefán Teitur Þórðarson hefur heillað marga í síðustu leikjum og hann var mjög góður á miðsvæðinu í dag. Hann gulltryggði sér titilinn mann leiksins með aukaspyrnunni sem seinna mark Skagamanna kom upp úr. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti mjög fína spretti á köflum og þá má ekki líta framhjá Einari Loga sem hefur fundið markaskóna ásamt því að standa vörnina vel.Hvað gekk illa? Færasköpun hjá báðum liðum stóra hluta leiksins. ÍA átti sína spretti í seinni hálfleik, Stjarnan nokkrar sóknir í fyrri hálfleik, en fyrir fólk sem hefur gaman af fljótandi sóknarbolta og mikið af mörkum þá var þessi leikur ekki mikið fyrir augað.Hvað gerist næst? Næsta umferð í deildinni er um næstu helgi. Í millitíðinni er hins vegar bikarumferð. Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr leik svo þeir hvíla þar til þeir mæta Íslandsmeisturunum á teppinu í Garðabæ á sunnudag en ÍA fer í Kaplakrika og mætir FH á fimmtudaginn í stórleik 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.Jóhannes Karl Guðjónsson.Vísir/DaníelJói Kalli: Skiptir ekki máli að hafa skapað lítið ef þú skorar tvö mörk „Við komum inn í þennan leik vitandi að þetta yrði erfiður leikur. Þeir komu inn í leikinn með sína nálgun sem er mikið af löngum boltum og þetta voru mikil slagsmál og mikil læti. En við vorum að mínu mati yfir í því allan leikinn þannig að ég er gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig,“ sagði þjálfari Skagamanna, Jóhannes Karl Guðjónsson, í leikslok. Gulklæddir sköpuðu sér lítið í fyrri hálfleik en komu sér í þægilega stöðu með því að ná markinu snemma í þeim seinni. „Leikurinn var alveg í járnum. Við ætluðum að vera þolinmóðir, en náðum ekki að opna þá í fyrri hálfleik eins mikið og við hefðum viljað. Þetta var ótrúlega jafn leikur en við sköpuðum ekki mikið af færum.“ „En það skiptir ekki máli ef þú nærð að skora tvö mörk. Enn og aftur, þriðja leikinn í röð, höldum við hreinu sem ég er virkilega sáttur með.“ Bjarki Steinn Bjarkason fór út af eftir rúmar tuttugu mínútur í dag, hver er staðan á honum? „Hann var búinn að vera stífur í mjöðminni og tengt náranum. Það gaf sig bara og hann þurfti að koma út af því miður. En það kemur maður í manns stað, leiðinlegt að missa Bjarka svona snemma, en við þurfum að geta leyst það.“Rúnar Páll Sigmundssonvísir/daníelRúnar: Getum verið fúlir með okkur sjálfa „Við töpum þessum leik á föstum leikatriðum og tveimur innköstum. Það var ekki mikið annað sem gerðist hjá Skagamönnum,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „En þeir vörðust vel og við náðum held ég ekki skoti á markið hjá þeim, kannski eitt, tvö. Við náðum ekki að skapa okkur alvöru færi þó það hafi verið eitthvað smá klafs í teignum í fyrri hálfleik.“ Stjörnumenn voru aðeins hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik en markið setti þá nokkuð út af laginu. „Það var ekkert í gangi hjá Skagamönnum. Mér fannst þeir spila ágætlega í fyrri hálfleik en fáum síðan mark í andlitið, algjör óþarfi.“ „Það er hundleiðinlegt að tapa en við þurfum bara að hafa trú á okkur og lyfta hausnum upp. Við getum verið fúlir með okkur sjálfa í þessum leik í dag en það er bara áfram með smjörið.“ Haraldur Björnsson þurfti stuðning frá liðsfélaga sínum þegar hann gekk í burtu frá vellinum og inn í klefa í lok leiksins. Hver er staðan á honum? „Hann er ekki góður. Liggur á einhverjum börum þarna upp í klefa og er ekkert sérstaklega góður eins og staðan er núna,“ sagði Rúnar Páll. Stefán Teitur Þórðarson í leik ÍA og Breiðabliks í síðustu umferð.Vísir/DaníelStefán Teitur: Þeir eru sterkir og við erum það líka „Við erum virkilega glaðir að fá þrjú stig hérna, halda hreinu og halda okkur á toppnum,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson í leikslok. „Þessi leikur var eins og maður bjóst við fyrir, að þetta yrði erfiður leikur. Þeir eru líkamlega sterkir og við erum það líka, þetta var bara mikil barátta.“ Stefán Teitur hefur fengið nokkuð lof upp á síðkastið, hefur hann gert eitthvað sérstakt til að stíga betur upp? „Ekkert eitthvað þannig. Er búinn að æfa virkilega vel, Kjarri, Jói og Siggi eru búnir að vera með okkur í mikilli æfingu og það er gott.“Baldur Sigurðssonvísir/báraBaldur: Fannst dómarinn flauta of mikið „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur Sigurðsson fyrirliði Garðbæinga í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti