Nýsköpun er drifkraftur sjálfbærra lausna Jarþrúður Ásmundsdóttir skrifar 24. maí 2019 12:15 Við sem hér búum njótum þeirra forréttinda að vera í nálægð við ríkar náttúruauðlindir eins og jarðvarma, hrein vatnsból, gjöful fiskimið og stórbrotna náttúru sem laðar til okkar ferðamenn. Það gefur auga leið að í landi allsnægta er auðvelt að sofna á verðinum og koma sér vel fyrir í velgengni ríkjandi ástands. En enginn jarðarbúi getur leyft sér slíkt og til að tryggja kynslóðum framtíðar sömu lífsgæði þarf að grípa inn í. Icelandic Startups brennur fyrir þennan málstað og kom því á fót nýjum viðskiptahraðli sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í samvinnu við Íslenska sjávarklasann. Auglýst var eftir nýjum lausnum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs undir merkjum Til sjávar og sveita. Markmiðið með viðskiptahraðlinum er að auka verðmætasköpun og nýtingu hráefna í þessum rótgrónu greinum. Tíu teymi voru valin úr stórum hópi umsækjenda og eiga þau það öll sameiginlegt að starfa eftir sjálfbærum markmiðum og stemma stigu við sóun. Viðskiptahugmyndir teymanna eru mjög fjölbreyttar og þar kemur ýmislegt áhugavert og afhjúpandi í ljós. Á hverju ári er til að mynda mörg þúsund tonnum af kartöfluflusi fleygt án þess að næring sé unnin úr því og Íslendingar framleiða um 75% af öllum þeim æðardún sem seldur er í heiminum en hann er að mestu seldur hálfunninn úr landi sem hráefni í hágæðavörur sem seljast fyrir háar upphæðir á alþjólegum mörkuðum. Í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita eru teymi sem hafa ekki aðeins borið kennsl á þessi vandamál heldur fundið lausn á þeim. Einnig má nefna fyrirtækið Beauty by Iceland sem vinnur snyrtivörur úr rótargrænmeti sem ekki mætir útlitsstöðlum stórvörumarkaða. Ljótu kartöflurnar framleiða kartöfluflögur úr hráefni sem ekki ratatar í búðir og Álfur bruggar bjór úr kartöfluafskorningum sem annars væri hent. Íslenskur dúnn fullvinnur æðardún í hágæða vörur og tvöfaldar þannig útflutningsverðmæti hans. Þá framleiðir Urtasjór kolsýrt og steinefnaríkt drykkjarvatn úr sjó. Til að sporna við svikastarfssemi í upprunamerkingum matvæla þróar Arcana Bio háhraðatækni í DNA greiningum fyrir matvælaiðnaðinn. Næsta kynslóð rekjanleika- og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt auka skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla er viðfangsefni Tracio. Veiðibækurnar verða færðar af pappírum upp í „skýin“ af fyrirtækinu Öflu, stafrænni veiðbók en þar með fæst í fyrsta sinn heildstæð yfirsýn yfir þá dýrmætu auðlind sem liggur í veiðiám landsins. Stofnendur Feed the Viking vinna þurrkað kjöt og harðfisk og að lokum framleiðir fyrirtækið Pure Natura hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum. Þessi fyrirtæki eru ekki bara að auka sjálfbærni og sporna gegn sóun heldur munu þau án efa með tíð og tíma blómstra og mögulega sækja á erlendan markað og leggja þannig sitt lóð á vogaskál aukinnar hagsældar og jafnvægis í íslensku efnahagslífi. Enda er eitt af markmiðunum með viðskiptahröðlum Icelandic Startup að efla nýsköpun og fjölga þannig stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita hefði ekki orðið að veruleika nema með stuðningi bakhjarla sem allir eiga það sameiginlegt að brenna líka fyrir sjálfbærni og nýjar lausnir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Viðskiptahraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans með stuðningi frá IKEA á Íslandi, HB Granda, Landbúnaðarklasanum og Matarauði Íslands. Á meðan á hraðlinum stóð fengu þátttakendur fyrsta flokks vinnuaðstöðu í Íslenska ferðaklasanum. Þessum aðilum færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfult og gefandi samstarf. Við hjá Icelandic Startups erum stolt af því hvernig til tókst í þessum fyrsta hraðli sinnar tegundar hér á landi og bindum vonir við að hann muni bætast í hóp þeirra viðskiptahraðla sem haldnir eru árlega á vegum fyrirtækisins. Fyrst og fremst erum við þó stolt af frammistöðu teymana sem tóku þátt, þeim árangri sem þau hafa náð og þeim áhrifum sem þau hafa þegar haft á aukna sjálfbærni, minni sóun og aukna verðmætasköpun.Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Tækni Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við sem hér búum njótum þeirra forréttinda að vera í nálægð við ríkar náttúruauðlindir eins og jarðvarma, hrein vatnsból, gjöful fiskimið og stórbrotna náttúru sem laðar til okkar ferðamenn. Það gefur auga leið að í landi allsnægta er auðvelt að sofna á verðinum og koma sér vel fyrir í velgengni ríkjandi ástands. En enginn jarðarbúi getur leyft sér slíkt og til að tryggja kynslóðum framtíðar sömu lífsgæði þarf að grípa inn í. Icelandic Startups brennur fyrir þennan málstað og kom því á fót nýjum viðskiptahraðli sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í samvinnu við Íslenska sjávarklasann. Auglýst var eftir nýjum lausnum á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs undir merkjum Til sjávar og sveita. Markmiðið með viðskiptahraðlinum er að auka verðmætasköpun og nýtingu hráefna í þessum rótgrónu greinum. Tíu teymi voru valin úr stórum hópi umsækjenda og eiga þau það öll sameiginlegt að starfa eftir sjálfbærum markmiðum og stemma stigu við sóun. Viðskiptahugmyndir teymanna eru mjög fjölbreyttar og þar kemur ýmislegt áhugavert og afhjúpandi í ljós. Á hverju ári er til að mynda mörg þúsund tonnum af kartöfluflusi fleygt án þess að næring sé unnin úr því og Íslendingar framleiða um 75% af öllum þeim æðardún sem seldur er í heiminum en hann er að mestu seldur hálfunninn úr landi sem hráefni í hágæðavörur sem seljast fyrir háar upphæðir á alþjólegum mörkuðum. Í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita eru teymi sem hafa ekki aðeins borið kennsl á þessi vandamál heldur fundið lausn á þeim. Einnig má nefna fyrirtækið Beauty by Iceland sem vinnur snyrtivörur úr rótargrænmeti sem ekki mætir útlitsstöðlum stórvörumarkaða. Ljótu kartöflurnar framleiða kartöfluflögur úr hráefni sem ekki ratatar í búðir og Álfur bruggar bjór úr kartöfluafskorningum sem annars væri hent. Íslenskur dúnn fullvinnur æðardún í hágæða vörur og tvöfaldar þannig útflutningsverðmæti hans. Þá framleiðir Urtasjór kolsýrt og steinefnaríkt drykkjarvatn úr sjó. Til að sporna við svikastarfssemi í upprunamerkingum matvæla þróar Arcana Bio háhraðatækni í DNA greiningum fyrir matvælaiðnaðinn. Næsta kynslóð rekjanleika- og upplýsingakerfa sem á nýjan hátt auka skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla er viðfangsefni Tracio. Veiðibækurnar verða færðar af pappírum upp í „skýin“ af fyrirtækinu Öflu, stafrænni veiðbók en þar með fæst í fyrsta sinn heildstæð yfirsýn yfir þá dýrmætu auðlind sem liggur í veiðiám landsins. Stofnendur Feed the Viking vinna þurrkað kjöt og harðfisk og að lokum framleiðir fyrirtækið Pure Natura hágæða íslensk fæðuunnin bætiefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum. Þessi fyrirtæki eru ekki bara að auka sjálfbærni og sporna gegn sóun heldur munu þau án efa með tíð og tíma blómstra og mögulega sækja á erlendan markað og leggja þannig sitt lóð á vogaskál aukinnar hagsældar og jafnvægis í íslensku efnahagslífi. Enda er eitt af markmiðunum með viðskiptahröðlum Icelandic Startup að efla nýsköpun og fjölga þannig stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita hefði ekki orðið að veruleika nema með stuðningi bakhjarla sem allir eiga það sameiginlegt að brenna líka fyrir sjálfbærni og nýjar lausnir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Viðskiptahraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans með stuðningi frá IKEA á Íslandi, HB Granda, Landbúnaðarklasanum og Matarauði Íslands. Á meðan á hraðlinum stóð fengu þátttakendur fyrsta flokks vinnuaðstöðu í Íslenska ferðaklasanum. Þessum aðilum færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfult og gefandi samstarf. Við hjá Icelandic Startups erum stolt af því hvernig til tókst í þessum fyrsta hraðli sinnar tegundar hér á landi og bindum vonir við að hann muni bætast í hóp þeirra viðskiptahraðla sem haldnir eru árlega á vegum fyrirtækisins. Fyrst og fremst erum við þó stolt af frammistöðu teymana sem tóku þátt, þeim árangri sem þau hafa náð og þeim áhrifum sem þau hafa þegar haft á aukna sjálfbærni, minni sóun og aukna verðmætasköpun.Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Icelandic Startups.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun