Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 18:30 Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira