Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 14:28 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að finna þurfi úrræði til lausnar á málinu. visir/vilhelm Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00