Nær einhver að stöðva sigurgöngu heimsmeistarans í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 14:00 Michael van Gerwen og Daryl Gurney með bikarinn sem keppt verður um í kvöld. Þeir mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Mynd/PDC Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra. Pílukast Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra.
Pílukast Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira