Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 08:30 El Al vill ekki kannast við það að Höturum hafi verið raðað í léleg sæti á heimleiðinni frá Ísrael. Epa/ABIR SULTAN Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm? Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm?
Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00