IV. orkupakkinn samþykktur Ari Brynjólfsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð í átt að hreinni orkugjöfum. Fréttablaðið/stefán „Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
„Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira