Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2019 23:55 Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru. Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru.
Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30