Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2019 14:44 Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. Vísir 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um tuttugu mánaða skeiði villt á sér heimildir, kúgað konu til kynmaka með öðrum mönnum, kúgað hana til að senda sér kynferðislegt myndefni ásamt því að nauðga henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Hinn dæmdi hafði kynnst konunni í framhaldsskóla þar sem þau hófu samskipti í gegnum Snapchat. Skömmu seinna ákvað hinn dæmdi að stofna Snapchat-reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma.Hittust í tvígang á hóteli Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Sagður hafa falið slóð sína vel Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness og auk þess dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn var skýr um að það maðurinn hafi nýtt sér sem samskiptamiðla þar sem hann gat falið slóð sín nokkuð vel ásamt því að nýta leyninúmer sem varð til þess að erfitt var að afla sönnunargagna við rannsókn málsins. Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um tuttugu mánaða skeiði villt á sér heimildir, kúgað konu til kynmaka með öðrum mönnum, kúgað hana til að senda sér kynferðislegt myndefni ásamt því að nauðga henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Hinn dæmdi hafði kynnst konunni í framhaldsskóla þar sem þau hófu samskipti í gegnum Snapchat. Skömmu seinna ákvað hinn dæmdi að stofna Snapchat-reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma.Hittust í tvígang á hóteli Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Sagður hafa falið slóð sína vel Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness og auk þess dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn var skýr um að það maðurinn hafi nýtt sér sem samskiptamiðla þar sem hann gat falið slóð sín nokkuð vel ásamt því að nýta leyninúmer sem varð til þess að erfitt var að afla sönnunargagna við rannsókn málsins. Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira