Aðgerðir í þágu lífríkis Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar