Einkarekstur eða ríkisrekstur Jón Ólafur Halldórsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Í blönduðum hagkerfum gegnir hið opinbera jafnan tvenns konar hlutverki. Annars vegar hlutverki reglusetjara, sem einnig hlutast til um að einkageirinn fari eftir settum leikreglum, og hins vegar nokkurs konar stuðningshlutverki, þ.e. þegar það fæst við mótun stefnu og aðgerða sem tryggja eiga þróun innviða sem stuðla að hagvexti og heilbrigðri auðlindanýtingu. Einkageirinn stendur aftur á móti að jafnaði undir meginhluta hagvaxtar. Í því ljósi sætir almennur atvinnurekstur á vegum hins opinbera stöðugri gagnrýni, enda þurfa óvenjulegar aðstæður að vera uppi til þess að réttlætanlegt geti talist að opinberir aðilar standi í slíkri starfsemi. Meginástæðan er sú að einkaframtakið er jafnan mun betur búið til að takast á við hefðbundinn atvinnurekstur óháð atvinnugreinum. Þeir hvatar sem eru til staðar í umhverfi einkarekstrar stuðla almennt að skynsamlegri nýtingu fjármuna enda stýrir eftirspurn því hvort vara eða þjónusta stendur til boða, í hvaða mæli og undir hvaða kringumstæðum. Til að setja umfjöllunina í samhengi má sem dæmi benda á að Raftækjasala ríkisins var aflögð fyrir mörgum áratugum og einnig einkasala ríkisins á eldspýtum. Nær aldarfjórðungur er síðan Lyfjaverslun ríkisins var komið í hendur einkaaðila og Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt af og starfsemin gefin frjáls að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þeir sem muna þá tíma þegar starfsemi þessara opinberu stofnana og fyrirtækja var „í blóma“, geta fæstir hugsað sér að starfsemi þeirra verði endurreist. Reynslan sýnir að starfsemin er mun betur komin í höndum einkaaðila.Aukin umsvif hins opinbera Í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gengið út frá því að rekstrar- og heildarafkoma opinberra fyrirtækja aukist umfram væntar breytingar á verðlagi. Hafa verður í huga að frá efnahagshruninu hefur verið lögð áhersla á afkomubata hjá þessum fyrirtækjum, þó að árangurinn hafi ekki alltaf verið augljós. Myndin sem upp er dregin vekur nokkurn ugg því af henni má draga þá ályktun að ekki sé inni í myndinni að draga úr umsvifum hins opinbera í starfsemi sem einkageirinn gæti að mörgu leyti annast. Í því ljósi er fyrir löngu orðið tímabært að ráðist verði í heildarúttekt á þeim atvinnurekstri sem ríkið stendur ennþá fyrir. Í slíkri úttekt þyrfti fyrst og fremst að draga fram hvaða rök mæla með ríkisrekstri, þar sem hann er ennþá stundaður. Í þessu sambandi benda samtökin sérstaklega á rekstur ÁTVR, sem annast smásölu ríkisins á áfengi og framleiðslu neftóbaks og rekstur Fríhafnarinnar ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf., og stundar verslunarrekstur með snyrtivörur, sælgæti, ferðamannanauðsynjar, áfengi og tóbak í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi þessara fyrirtækja sætir reglulega gagnrýni, ekki síst vegna þeirrar einokunarstöðu sem þau njóta í skjóli ríkisvaldsins. Hér er rétt að minna á þau dæmi sem nefnd voru í upphafi, sem eru öll dæmi um einokunarrekstur sem hið opinbera stundaði, en ákvað góðu heilli að hverfa frá. Þörf á allsherjarendurskoðun Það eru fleiri svið þar sem full ástæða er fyrir hið opinbera að skoða með það að leiðarljósi að koma auga á hagræðingartækifæri sem felast í yfirfærslu starfsemi til einkaaðila. Að mati SVÞ er af nógu að taka í þeim efnum, en þar kemur starfsemi eftirlitsgeirans fyrst upp í hugann en hana mætti í mörgum tilvikum færa í í hendur faggiltra fyrirtækja, sem vinna eftir ströngu og faglegu evrópsku regluverki. Eins og fyrr var nefnt ákváðu stjórnvöld að færa bifreiðaskoðun frá hinu opinbera til einkaaðila fyrir rúmlega tuttugu árum. Reynslan af þeirri breytingu er nær undantekningarlaust góð. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða til að feta þá slóð áfram. Í ljósi reynslunnar er rökrétt ályktun að það geti verið afar góður kostur. SVÞ vilja því beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að hefja allsherjarendurskoðun á þeim atvinnurekstri sem enn er stundaður af hinu opinbera. Samtökin vilja í því sambandi benda á, hvort auðveldasta leiðin til að ná markmiðum um bætta afkomu í opinberum rekstri, sé ekki einfaldlega að færa hann yfir til einkaaðila.Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í blönduðum hagkerfum gegnir hið opinbera jafnan tvenns konar hlutverki. Annars vegar hlutverki reglusetjara, sem einnig hlutast til um að einkageirinn fari eftir settum leikreglum, og hins vegar nokkurs konar stuðningshlutverki, þ.e. þegar það fæst við mótun stefnu og aðgerða sem tryggja eiga þróun innviða sem stuðla að hagvexti og heilbrigðri auðlindanýtingu. Einkageirinn stendur aftur á móti að jafnaði undir meginhluta hagvaxtar. Í því ljósi sætir almennur atvinnurekstur á vegum hins opinbera stöðugri gagnrýni, enda þurfa óvenjulegar aðstæður að vera uppi til þess að réttlætanlegt geti talist að opinberir aðilar standi í slíkri starfsemi. Meginástæðan er sú að einkaframtakið er jafnan mun betur búið til að takast á við hefðbundinn atvinnurekstur óháð atvinnugreinum. Þeir hvatar sem eru til staðar í umhverfi einkarekstrar stuðla almennt að skynsamlegri nýtingu fjármuna enda stýrir eftirspurn því hvort vara eða þjónusta stendur til boða, í hvaða mæli og undir hvaða kringumstæðum. Til að setja umfjöllunina í samhengi má sem dæmi benda á að Raftækjasala ríkisins var aflögð fyrir mörgum áratugum og einnig einkasala ríkisins á eldspýtum. Nær aldarfjórðungur er síðan Lyfjaverslun ríkisins var komið í hendur einkaaðila og Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt af og starfsemin gefin frjáls að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þeir sem muna þá tíma þegar starfsemi þessara opinberu stofnana og fyrirtækja var „í blóma“, geta fæstir hugsað sér að starfsemi þeirra verði endurreist. Reynslan sýnir að starfsemin er mun betur komin í höndum einkaaðila.Aukin umsvif hins opinbera Í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gengið út frá því að rekstrar- og heildarafkoma opinberra fyrirtækja aukist umfram væntar breytingar á verðlagi. Hafa verður í huga að frá efnahagshruninu hefur verið lögð áhersla á afkomubata hjá þessum fyrirtækjum, þó að árangurinn hafi ekki alltaf verið augljós. Myndin sem upp er dregin vekur nokkurn ugg því af henni má draga þá ályktun að ekki sé inni í myndinni að draga úr umsvifum hins opinbera í starfsemi sem einkageirinn gæti að mörgu leyti annast. Í því ljósi er fyrir löngu orðið tímabært að ráðist verði í heildarúttekt á þeim atvinnurekstri sem ríkið stendur ennþá fyrir. Í slíkri úttekt þyrfti fyrst og fremst að draga fram hvaða rök mæla með ríkisrekstri, þar sem hann er ennþá stundaður. Í þessu sambandi benda samtökin sérstaklega á rekstur ÁTVR, sem annast smásölu ríkisins á áfengi og framleiðslu neftóbaks og rekstur Fríhafnarinnar ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf., og stundar verslunarrekstur með snyrtivörur, sælgæti, ferðamannanauðsynjar, áfengi og tóbak í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi þessara fyrirtækja sætir reglulega gagnrýni, ekki síst vegna þeirrar einokunarstöðu sem þau njóta í skjóli ríkisvaldsins. Hér er rétt að minna á þau dæmi sem nefnd voru í upphafi, sem eru öll dæmi um einokunarrekstur sem hið opinbera stundaði, en ákvað góðu heilli að hverfa frá. Þörf á allsherjarendurskoðun Það eru fleiri svið þar sem full ástæða er fyrir hið opinbera að skoða með það að leiðarljósi að koma auga á hagræðingartækifæri sem felast í yfirfærslu starfsemi til einkaaðila. Að mati SVÞ er af nógu að taka í þeim efnum, en þar kemur starfsemi eftirlitsgeirans fyrst upp í hugann en hana mætti í mörgum tilvikum færa í í hendur faggiltra fyrirtækja, sem vinna eftir ströngu og faglegu evrópsku regluverki. Eins og fyrr var nefnt ákváðu stjórnvöld að færa bifreiðaskoðun frá hinu opinbera til einkaaðila fyrir rúmlega tuttugu árum. Reynslan af þeirri breytingu er nær undantekningarlaust góð. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða til að feta þá slóð áfram. Í ljósi reynslunnar er rökrétt ályktun að það geti verið afar góður kostur. SVÞ vilja því beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að hefja allsherjarendurskoðun á þeim atvinnurekstri sem enn er stundaður af hinu opinbera. Samtökin vilja í því sambandi benda á, hvort auðveldasta leiðin til að ná markmiðum um bætta afkomu í opinberum rekstri, sé ekki einfaldlega að færa hann yfir til einkaaðila.Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun