Lífið

Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Augnablikið umdeilda.
Augnablikið umdeilda.
Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu.

Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð.

„Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.

„Ef við ætlum að vera hreinskiln­ir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.

Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.

Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.


„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías.

Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.

„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×