Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 15:04 Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. „Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
„Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57
Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent