Nýr forseti Úkraínu vill að landar hans taki sér íslenska landsliðið til fyrirmyndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:30 Forseti Úkraínu og það sem hann vill meina að eigi að vera fyrirmynd úkraínsku þjóðarinnar, íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Myndin er samsett. Vísir/Getty Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Úkraína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Úkraína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira