Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2019 22:00 Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum. Lögreglumál Tækni Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum.
Lögreglumál Tækni Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira