Er allt að springa vegna Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 13:07 Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun