Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal og sagðist jafnframt sjá eftir því að hafa átt þátt í dauða stúlknanna. Hann er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins en sakborningarnir, sem eru 24 talsins, eru einnig ákærðir fyrir að hafa stofnað hryðjuverkahóp.
Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu
Aðeins þrír eru þó ákærðir fyrir morðið á stúlkunum og eiga þeir yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir.

Málið vakti mikinn óhug á sínum tíma en báðar voru myrtar á hrottafenginn hátt. Á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni og hafa fjórtán verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á myndbandinu.