Krefst tíu milljóna í bætur frá ríkinu eftir frelsissviptingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 11:08 Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamálið. Hann var sakborningur í 19 mánuði en sætti ekki ákæru. Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15
„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59