Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Víkingur 0-0 | Víkingar enn án sigurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2019 16:45 Grindvíkingar eru ósigraðir í átta leikjum í röð. vísir/daníel þór Grindavík og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik 7. umferðar Pepsi Max-deildar karla í dag. Grindvíkingar hafa leikið átta leiki í röð í deild og bikar án þess að tapa. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar með tíu stig. Víkingar eru hins vegar í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig og hafa ekki enn unnið leik. Víkingar hafa spilað nokkra fína leiki í sumar en leikurinn í dag var ekki einn af þeim. Eftir ágætis fyrri hálfleik var sá seinni slakur af þeirra hálfu. Grindvíkingar fengu hættulegri færi í leiknum og voru manni fleiri síðustu fimm mínúturnar eftir að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald. En þeir nýttu sér liðsmuninn ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli í auðgleymdum leik.Af hverju varð jafntefli? Fyrri hálfleikurinn var ágætlega leikinn af beggja hálfu. Nikolaj Hansen fékk dauðafæri á 18. mínútu og Marinó Axel Helgason bjargaði því að skot Atla Hrafns Andrasonar færi í netið. Hinum megin var Aron Jóhannsson hættulegastur. Hann fékk dauðafæri fimm mínútum fyrir hálfleik en Þórður Ingason gerði sig breiðan og varði frábærlega. Í seinni hálfleik gerðist ekkert hjá Víkingum og þeir gátu í raun þakkað fyrir að fá ekki á sig mark. Þrisvar sinnum björguðu þeir á seinustu stundu, þar af tvisvar í röð á línu, og Alexander Veigar Þórarinsson skallaði framhjá úr dauðafæri. En Víkingar þraukuðu, héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu og fengu stig.Hverjir stóðu upp úr? Þórður átti stærstan þátt í að Víkingur fór heim með stig en markvarsla hans frá Aroni í fyrri hálfleik var ein sú besta í Pepsi Max-deildinni í sumar. Annars var fátt um fína drætti í Víkingsliðinu. Ágúst Eðvald Hlynsson var sprækur í fyrri hálfleik en tók of margar rangar ákvarðanir og vantar líkamsstyrk til að standa af sér tæklingar. Aron var hættulegasti maður Grindavíkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir slakan leik gegn HK í síðustu umferð átti Alexander Veigar Þórarinsson fína spretti og vörnin hjá Grindavík var traust. Grindvíkingar hafa haldið hreinu í þremur leikjum í röð og aðeins fengið á sig tvö mörk í síðustu fimm leikjum.Hvað gekk illa? Allt púður fór úr sóknarleik Víkings í seinni hálfleik og liðið skapaði sér ekki færi. Fremstu menn komust lítið í takt við leikinn og allan takt vantaði í spil gestanna. Grindvíkingar mega vera svekktir með úrslitin og Srdjan Tufegdzic, þjálfari liðsins, hlýtur að hafa áhyggjur af markaleysi gulra. Grindavík hefur aðeins skorað sex mörk í sjö deildarleikjum, ógnin fremst á vellinum er ekki mikil og Grindvíkingar eru full háðir Aroni í sókninni.Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna landsleikjahlé. Í næstu umferð Pepsi Max-deildarinnar fer Túfa með strákana sína norður þar sem þeir mæta hans gamla félagi, KA. Næsti leikur Víkings er hins vegar á móti HK í fyrsta leiknum á nýgervigraslögðum Víkingsvelli.Túfa: Áttum að vinna „Mér fannst við vera nær sigrinum. Við fengum þrjú dauðafæri og haug af föstum leikatriðum sem við áttum að nýta betur. Ég er svekktur að hafa ekki náð að vinna,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, eftir jafnteflið markalausa við Víking í dag. Grindavík hefur nú haldið hreinu í þremur leikjum í röð og aðeins fengið á sig sex mörk í sjö deildarleikjum á tímabilinu. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn og heilt yfir með leikinn í dag. En við áttum að vinna,“ sagði Túfa. „Það eina sem vantaði var að setja boltann yfir línuna.“ Grindavík er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig og komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Grindvíkingar eru í góðri stöðu en vilja meira. Þeir fá nú tvær vikur til að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er á gamla heimavellinum hans Túfa, Greifavellinum á Akureyri. „Við verðum að fá menn til baka úr meiðslum. Við höfum spilað mikið og margir hjá okkur hafa spilað alla leikina. Þetta verður hörkuvinna og við ætlum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Túfa að lokum.Arnar: Endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla
Grindavík og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik 7. umferðar Pepsi Max-deildar karla í dag. Grindvíkingar hafa leikið átta leiki í röð í deild og bikar án þess að tapa. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar með tíu stig. Víkingar eru hins vegar í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig og hafa ekki enn unnið leik. Víkingar hafa spilað nokkra fína leiki í sumar en leikurinn í dag var ekki einn af þeim. Eftir ágætis fyrri hálfleik var sá seinni slakur af þeirra hálfu. Grindvíkingar fengu hættulegri færi í leiknum og voru manni fleiri síðustu fimm mínúturnar eftir að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald. En þeir nýttu sér liðsmuninn ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli í auðgleymdum leik.Af hverju varð jafntefli? Fyrri hálfleikurinn var ágætlega leikinn af beggja hálfu. Nikolaj Hansen fékk dauðafæri á 18. mínútu og Marinó Axel Helgason bjargaði því að skot Atla Hrafns Andrasonar færi í netið. Hinum megin var Aron Jóhannsson hættulegastur. Hann fékk dauðafæri fimm mínútum fyrir hálfleik en Þórður Ingason gerði sig breiðan og varði frábærlega. Í seinni hálfleik gerðist ekkert hjá Víkingum og þeir gátu í raun þakkað fyrir að fá ekki á sig mark. Þrisvar sinnum björguðu þeir á seinustu stundu, þar af tvisvar í röð á línu, og Alexander Veigar Þórarinsson skallaði framhjá úr dauðafæri. En Víkingar þraukuðu, héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu og fengu stig.Hverjir stóðu upp úr? Þórður átti stærstan þátt í að Víkingur fór heim með stig en markvarsla hans frá Aroni í fyrri hálfleik var ein sú besta í Pepsi Max-deildinni í sumar. Annars var fátt um fína drætti í Víkingsliðinu. Ágúst Eðvald Hlynsson var sprækur í fyrri hálfleik en tók of margar rangar ákvarðanir og vantar líkamsstyrk til að standa af sér tæklingar. Aron var hættulegasti maður Grindavíkur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir slakan leik gegn HK í síðustu umferð átti Alexander Veigar Þórarinsson fína spretti og vörnin hjá Grindavík var traust. Grindvíkingar hafa haldið hreinu í þremur leikjum í röð og aðeins fengið á sig tvö mörk í síðustu fimm leikjum.Hvað gekk illa? Allt púður fór úr sóknarleik Víkings í seinni hálfleik og liðið skapaði sér ekki færi. Fremstu menn komust lítið í takt við leikinn og allan takt vantaði í spil gestanna. Grindvíkingar mega vera svekktir með úrslitin og Srdjan Tufegdzic, þjálfari liðsins, hlýtur að hafa áhyggjur af markaleysi gulra. Grindavík hefur aðeins skorað sex mörk í sjö deildarleikjum, ógnin fremst á vellinum er ekki mikil og Grindvíkingar eru full háðir Aroni í sókninni.Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna landsleikjahlé. Í næstu umferð Pepsi Max-deildarinnar fer Túfa með strákana sína norður þar sem þeir mæta hans gamla félagi, KA. Næsti leikur Víkings er hins vegar á móti HK í fyrsta leiknum á nýgervigraslögðum Víkingsvelli.Túfa: Áttum að vinna „Mér fannst við vera nær sigrinum. Við fengum þrjú dauðafæri og haug af föstum leikatriðum sem við áttum að nýta betur. Ég er svekktur að hafa ekki náð að vinna,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, eftir jafnteflið markalausa við Víking í dag. Grindavík hefur nú haldið hreinu í þremur leikjum í röð og aðeins fengið á sig sex mörk í sjö deildarleikjum á tímabilinu. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn og heilt yfir með leikinn í dag. En við áttum að vinna,“ sagði Túfa. „Það eina sem vantaði var að setja boltann yfir línuna.“ Grindavík er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig og komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Grindvíkingar eru í góðri stöðu en vilja meira. Þeir fá nú tvær vikur til að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er á gamla heimavellinum hans Túfa, Greifavellinum á Akureyri. „Við verðum að fá menn til baka úr meiðslum. Við höfum spilað mikið og margir hjá okkur hafa spilað alla leikina. Þetta verður hörkuvinna og við ætlum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Túfa að lokum.Arnar: Endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti