Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 22:41 Fljúgandi skókassar, kallast þessar kassalöguðu flutningavélar, af gerðinni Short Skyvan. Þær urðu alræmdar á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentínu, sem notaði þær til að varpa andstæðingum lifandi frá borði yfir hafi. Vísir/KMU. Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08