Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 18:42 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjármálaáætlunar fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05