Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 18:42 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjármálaáætlunar fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05