Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 19:27 Forsetinn vill að einbeiting NASA sé á Mars en ekki tunglinu. Samsett/Getty Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019 Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira