Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:00 Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm
Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira