Enski boltinn

Sjáðu þessa menn þræta um hvort Man. City eða Liverpool átti betra tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk hjá Liverpool og Sergio Aguero hjá Manchester City.
Virgil van Dijk hjá Liverpool og Sergio Aguero hjá Manchester City. Vísir/Getty
Manchester City og Liverpool áttu bæði frábært tímabil í enska boltanum leiktíðina 2018 til 2019.

Manchester City vann heimaþrennuna eða deild, bikar og deildabikar en Liverpool vann Meistaradeildina og tapaði aðeins einum leik í deildinni.

Manchester City vann báðar bikarkeppnirnar þar sem Liverpool datt snemma úr keppni. Yfirburður City voru því miklir þar.

Baráttan um sigurinn í deildinni var aftur á móti æsispennandi og Manchester City vann að lokum með eins stigs mun.

Sigur Liverpool í Meistaradeildinni var bæði glæsilegur og eftirminnilegur þar sem City menn urðu að sætta sig við það að detta út í átta liða úrslitunum.

Strákarnir á B/R Football voru ekki sammála um það hvort Manchester City eða Liverpool hafi átt betra tímabil 2018-19.

City vann vissulega ensku deildina og fleiri titla en Liverpool vann hina eftirsóttu Meistaradeild og var aðeins einum leik frá taplausu tímabili í ensku deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá þá á B/R Football þræta um hvort Manchester City eða Liverpool átti betra tímabil en báðir koma með fínustu rök.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×