Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:30 Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira