Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2019 16:53 Séð til Þórshafnar af Brekknaheiði. Um hana liggur vegurinn til Bakkafjarðar. Fréttablaðið/Pjetur Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér: Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér:
Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30