Stefnir á að spila á gítarinn í fimmtíu kirkjum víðsvegar um landið Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 21:45 Hugi Garðarsson, rúmlega tvítugur maður, ætlar að ganga hringi í kringum landið til styrktar krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ná einum degi þar sem hann brýtur 100 kílómetra múrinn og að spila á gítarinn í 50 mismunandi kirkjum. Hugi gerir ráð fyrir því að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3000 til 3500 kílómetra. Hann gengur með allt dótið sitt í hjólbörum. „Með hjólbörum get ég alveg verið með tvöfalt meira en hver annar göngumaður. Ég er með gítar, tölvu, heimalærdóm, bækur, kort, nótur, sex lítra af vatni, svefnpoka, tjald og dýnu. Svo mun ég finna helling af fríu dóti út fyrir veginn,“ segir hann.Með spegil á hjólbörunum til að auðvelda göngunaHugi labbar í minningu ömmu sinnar sem lést úr krabbameini árið 2014. Honum fannst gott að hafa tilgang með ferðalaginu og vonast til að fólk hringi í söfnunarsímann og styrki málefnið. Hann segist hlakka til ferðalagsins enda ekki í fyrsta sinn sem hann leggur upp í slíka ferð. Hann labbaði fyrir ári þjóðveg eitt með gítarinn á bakinu. „Svo þegar ég kom til Akureyrar þá fékk ég þá snilldar hugmyndin, sá Húsasmiðjuna, setti allan farangurinn í það og labbaði til Reykjavíkur á átta dögum,“ segir hann.Ég sé að þú ert líka með spegill á hjólbörunum, hvað gerir hann fyrir þig?Hann gerir það auðveldara að labba með umferðinni. Ég þarf ekkert að snúa mér til hliðar eða horfa til hliðanna og missa jafnvægið. Ég get bara séð hvort einhver bíll sé að koma, ef það er til dæmis bíll á móti bílnum sem ég sé að er að koma. Þá fer ég bara út fyrir kant. Já, þetta var frír spegill sem ég fann fyrir utan Akureyri. Guðsending,“ segir hann glaður í bragði. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Hugi Garðarsson, rúmlega tvítugur maður, ætlar að ganga hringi í kringum landið til styrktar krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ná einum degi þar sem hann brýtur 100 kílómetra múrinn og að spila á gítarinn í 50 mismunandi kirkjum. Hugi gerir ráð fyrir því að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3000 til 3500 kílómetra. Hann gengur með allt dótið sitt í hjólbörum. „Með hjólbörum get ég alveg verið með tvöfalt meira en hver annar göngumaður. Ég er með gítar, tölvu, heimalærdóm, bækur, kort, nótur, sex lítra af vatni, svefnpoka, tjald og dýnu. Svo mun ég finna helling af fríu dóti út fyrir veginn,“ segir hann.Með spegil á hjólbörunum til að auðvelda göngunaHugi labbar í minningu ömmu sinnar sem lést úr krabbameini árið 2014. Honum fannst gott að hafa tilgang með ferðalaginu og vonast til að fólk hringi í söfnunarsímann og styrki málefnið. Hann segist hlakka til ferðalagsins enda ekki í fyrsta sinn sem hann leggur upp í slíka ferð. Hann labbaði fyrir ári þjóðveg eitt með gítarinn á bakinu. „Svo þegar ég kom til Akureyrar þá fékk ég þá snilldar hugmyndin, sá Húsasmiðjuna, setti allan farangurinn í það og labbaði til Reykjavíkur á átta dögum,“ segir hann.Ég sé að þú ert líka með spegill á hjólbörunum, hvað gerir hann fyrir þig?Hann gerir það auðveldara að labba með umferðinni. Ég þarf ekkert að snúa mér til hliðar eða horfa til hliðanna og missa jafnvægið. Ég get bara séð hvort einhver bíll sé að koma, ef það er til dæmis bíll á móti bílnum sem ég sé að er að koma. Þá fer ég bara út fyrir kant. Já, þetta var frír spegill sem ég fann fyrir utan Akureyri. Guðsending,“ segir hann glaður í bragði.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira