„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 13:33 Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Instagram Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Pikkfesti hann Toyota Land Cruiser sem hann var með á leigu á jarðhitasvæði í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit. Föruneyti hans myndaði eftirköst utanvegaaksturins í bak og fyrir og birti á samfélagsmiðlum og ekki voru mikil ummerki um eftirsjá, ef marka má myndirnar.Í gær mætti Tikhomirov á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann var sektaður um 450 þúsund krónur. Rússinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna akstursins, meðal annars af landeigendum sem munu væntanlega sitja uppi með kostnaðinn við að lagfæra skemmdirnar.Tikhomirov tjáði sig á Instagram um málið.Mynd/Alexander TikhomirovÞá hefur hann fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. Plastflöskum kastað í föruneytið á ferð Það er einmitt á Instagram þar sem hann tjáir sig um málið og þar reynir hann að útskýra sína hlið á málinu. „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur,“ skrifar Tikhomirov og bætir við að hann hafi séð mörg hjólför við hliðina á veginum. Þá hafi enginn merki verið til staðar sem banni utanvegakstur. Hann hafi ætlað sér að ná myndum af bílnum í þokunni sem var til staðar en ekki áttað sig á því hversu laus í sér jarðvegurinn væri. Því hafi hann fest bílinn. Segist hann hafa lent í miklum vandræðum vegna málsins af hálfu lögreglu, bílaleigunnar og landeiganda og hann hafi þegar greitt háa sekt vegna málsins en gerð hafi verið krafa um hærri greiðslu. Þar á hann líklega við kröfu landeiganda sem gert hafa tveggja milljóna króna fjárkröfu á hendur Tikhomirov vegna skemmdanna. „Síðan áttuðu einhverjir heimamenn sig á því hver við værum og hentu plastflöskum í bílinn okkar á meðan við vorum að keyra. Væntanlega telja þeir að plastið sé betra fyrir náttúruna,“ skrifar Tikhomirov.„Ég tel ykkur vera óargardýrin“ Sem fyrr segir hefur fjöldi manns gagnrýnt athæfi mannsins en rúmlega tvö þúsund athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndina sem hann deildi á Instagram af sér við bílinn. Flestar athugasemdirnar snúa að því að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi auk þess sem að margir biðja Instagram um að fjarlægja myndina þar sem hún sýni ólöglegt athæfi.Svo virðist sem að hann hafi einnig fengið öllu alvarlegri athugasemdir, ef marka má orð Tikhomirov á Instagram.„Ykkur finnst ég vera óargardýrið? Ég tel ykkur vera óargardýrin. Hver gerir svona, hver óskar þess að við deyjum í flugferðinni eða þvíumlíkt?“ spyr hann að lokum á Instagram. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04 Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Landeigandi Reykjahlíðar kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfi í kringum utanvegaakstur eftir að rússnesk samfélagsmiðlastjarna ók út á jarðhitasvæði. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Umhverfisstofnun vegna málsins. 4. júní 2019 08:00 Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Pikkfesti hann Toyota Land Cruiser sem hann var með á leigu á jarðhitasvæði í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit. Föruneyti hans myndaði eftirköst utanvegaaksturins í bak og fyrir og birti á samfélagsmiðlum og ekki voru mikil ummerki um eftirsjá, ef marka má myndirnar.Í gær mætti Tikhomirov á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann var sektaður um 450 þúsund krónur. Rússinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna akstursins, meðal annars af landeigendum sem munu væntanlega sitja uppi með kostnaðinn við að lagfæra skemmdirnar.Tikhomirov tjáði sig á Instagram um málið.Mynd/Alexander TikhomirovÞá hefur hann fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. Plastflöskum kastað í föruneytið á ferð Það er einmitt á Instagram þar sem hann tjáir sig um málið og þar reynir hann að útskýra sína hlið á málinu. „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur,“ skrifar Tikhomirov og bætir við að hann hafi séð mörg hjólför við hliðina á veginum. Þá hafi enginn merki verið til staðar sem banni utanvegakstur. Hann hafi ætlað sér að ná myndum af bílnum í þokunni sem var til staðar en ekki áttað sig á því hversu laus í sér jarðvegurinn væri. Því hafi hann fest bílinn. Segist hann hafa lent í miklum vandræðum vegna málsins af hálfu lögreglu, bílaleigunnar og landeiganda og hann hafi þegar greitt háa sekt vegna málsins en gerð hafi verið krafa um hærri greiðslu. Þar á hann líklega við kröfu landeiganda sem gert hafa tveggja milljóna króna fjárkröfu á hendur Tikhomirov vegna skemmdanna. „Síðan áttuðu einhverjir heimamenn sig á því hver við værum og hentu plastflöskum í bílinn okkar á meðan við vorum að keyra. Væntanlega telja þeir að plastið sé betra fyrir náttúruna,“ skrifar Tikhomirov.„Ég tel ykkur vera óargardýrin“ Sem fyrr segir hefur fjöldi manns gagnrýnt athæfi mannsins en rúmlega tvö þúsund athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndina sem hann deildi á Instagram af sér við bílinn. Flestar athugasemdirnar snúa að því að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi auk þess sem að margir biðja Instagram um að fjarlægja myndina þar sem hún sýni ólöglegt athæfi.Svo virðist sem að hann hafi einnig fengið öllu alvarlegri athugasemdir, ef marka má orð Tikhomirov á Instagram.„Ykkur finnst ég vera óargardýrið? Ég tel ykkur vera óargardýrin. Hver gerir svona, hver óskar þess að við deyjum í flugferðinni eða þvíumlíkt?“ spyr hann að lokum á Instagram.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04 Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Landeigandi Reykjahlíðar kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfi í kringum utanvegaakstur eftir að rússnesk samfélagsmiðlastjarna ók út á jarðhitasvæði. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Umhverfisstofnun vegna málsins. 4. júní 2019 08:00 Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04
Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Landeigandi Reykjahlíðar kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfi í kringum utanvegaakstur eftir að rússnesk samfélagsmiðlastjarna ók út á jarðhitasvæði. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Umhverfisstofnun vegna málsins. 4. júní 2019 08:00
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15