Héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ystad er bær á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar. Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug. Svíþjóð Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug.
Svíþjóð Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent