Dregið var í átta liða úrslitin í Mjólkurbikar karla og kvenna í hádeginu en landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Jón Þór Hauksson sáu um dráttinn.
Hjá konunum er stórleikurinn milli Þór/KA og Vals en liðin mætast á Akureyri. Inkasso-deildarliðin Tindastóll og Fylkir drógust ekki saman en Tindastóll heimsækir KR á meðan ÍA fær Fylki í heimsókn.
Átta liða úrslitin í kvennaflokki fara fram 28. og 29. júní en nýtt nafn verður skrifað á bikarinn í ár frá því í fyrra því Breiðablik er nú þegar úr leik.
Í karlaflokki fer eina Inkasso-deildarliðið sem var eftir í pottinum, Njarðvík, í vesturbæinn og heimsækir KR. Breiðablik, sem fór í úrslitaleikinn í fyrra, mætir Fylki.
Leikirnir hjá körlunum fara fram 26. og 27. júní.
Átta liða úrslit karla:
Breiðablik - Fylkir
ÍBV - Víkingur
KR - Njarðvík
FH - Grindavík
Átta liða úrslit kvenna:
ÍA - Fylkir
KR - Tindastóll
Selfoss - HK/Víkingur
Þór/KA - Valur
Landsliðsþjálfararnir drógu í Mjólkurbikarnum: Stórleikur fyrir norðan og Njarðvík heimsækir KR
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti



„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
