Dregið var í átta liða úrslitin í Mjólkurbikar karla og kvenna í hádeginu en landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Jón Þór Hauksson sáu um dráttinn.
Hjá konunum er stórleikurinn milli Þór/KA og Vals en liðin mætast á Akureyri. Inkasso-deildarliðin Tindastóll og Fylkir drógust ekki saman en Tindastóll heimsækir KR á meðan ÍA fær Fylki í heimsókn.
Átta liða úrslitin í kvennaflokki fara fram 28. og 29. júní en nýtt nafn verður skrifað á bikarinn í ár frá því í fyrra því Breiðablik er nú þegar úr leik.
Í karlaflokki fer eina Inkasso-deildarliðið sem var eftir í pottinum, Njarðvík, í vesturbæinn og heimsækir KR. Breiðablik, sem fór í úrslitaleikinn í fyrra, mætir Fylki.
Leikirnir hjá körlunum fara fram 26. og 27. júní.
Átta liða úrslit karla:
Breiðablik - Fylkir
ÍBV - Víkingur
KR - Njarðvík
FH - Grindavík
Átta liða úrslit kvenna:
ÍA - Fylkir
KR - Tindastóll
Selfoss - HK/Víkingur
Þór/KA - Valur
