Norður-kóreskur erindreki skaut aftur upp kollinum Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. júní 2019 07:35 Kim Yong-chol hitti Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í júní í fyrra. Vísir/Getty Frásagnir suður-kóreskra miðla af hreinsunum í Norður-Kóreu virðast hafa verið orðum auknar. Erindreki Kim Jong-un einræðisherra sem átti að hafa verið sendur í þrælkunarbúðir er sagður hafa skotið upp kollinum á tónleikum um helgina. Í síðustu viku var fullyrt að diplómatar sem komu að samningafundi Norður-Kóreu og Bandaríkjunum sem fór út um þúfur í febrúar hafi verið teknir af lífi eða sendir í þrælkunarbúðir. Þar á meðal var fullyrt að Kim Yong-chol, sem oft er kallaður hægri hönd einræðisherrans Kim Jong-un, og fór meðal annars til Bandaríkjanna til að hitta Trump forseta til að undirbúa leiðtogafundinn, hefði verið settur í þrælkunarbúðir. Það virðist ekki stemma því norður-kóreskir ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim Yong-chol hafi mætt á tónleika um helgina ásamt sínum ástkæra leiðtoga og sat hann í næsta nágrenni við Kim. Virtist hann alls ekki útskúfaður úr valdaklíkunni í Norður-Kóreu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir að Kim Yong-chol hafi verið á tónleikunum þýði það ekki endilega að hann hafi ekki verið sendur í þrælkunarbúðir. Oft sé erfitt að staðfesta fréttir um hreinsanir eða aftökur háttsettra embættismanna í Norður-Kóreu. Kim Hyok-chol, aðalsamningamaður Norður-Kóreu í kjarnorkuviðræðum við Bandaríkjunum, var ekki á meðal þeirra sem voru viðstaddir tónleikana. Suður-kóreskt dagblað fullyrti að hann hefði verið tekinn á lífi á flugvelli í Pjongjang í mars, sakaður um njósnir fyrir Bandaríkin. Ríkismiðillinn hefur ekki sagt frá því að hann hafi verið tekinn af lífi eða refsað með öðrum hætti. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Frásagnir suður-kóreskra miðla af hreinsunum í Norður-Kóreu virðast hafa verið orðum auknar. Erindreki Kim Jong-un einræðisherra sem átti að hafa verið sendur í þrælkunarbúðir er sagður hafa skotið upp kollinum á tónleikum um helgina. Í síðustu viku var fullyrt að diplómatar sem komu að samningafundi Norður-Kóreu og Bandaríkjunum sem fór út um þúfur í febrúar hafi verið teknir af lífi eða sendir í þrælkunarbúðir. Þar á meðal var fullyrt að Kim Yong-chol, sem oft er kallaður hægri hönd einræðisherrans Kim Jong-un, og fór meðal annars til Bandaríkjanna til að hitta Trump forseta til að undirbúa leiðtogafundinn, hefði verið settur í þrælkunarbúðir. Það virðist ekki stemma því norður-kóreskir ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim Yong-chol hafi mætt á tónleika um helgina ásamt sínum ástkæra leiðtoga og sat hann í næsta nágrenni við Kim. Virtist hann alls ekki útskúfaður úr valdaklíkunni í Norður-Kóreu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir að Kim Yong-chol hafi verið á tónleikunum þýði það ekki endilega að hann hafi ekki verið sendur í þrælkunarbúðir. Oft sé erfitt að staðfesta fréttir um hreinsanir eða aftökur háttsettra embættismanna í Norður-Kóreu. Kim Hyok-chol, aðalsamningamaður Norður-Kóreu í kjarnorkuviðræðum við Bandaríkjunum, var ekki á meðal þeirra sem voru viðstaddir tónleikana. Suður-kóreskt dagblað fullyrti að hann hefði verið tekinn á lífi á flugvelli í Pjongjang í mars, sakaður um njósnir fyrir Bandaríkin. Ríkismiðillinn hefur ekki sagt frá því að hann hafi verið tekinn af lífi eða refsað með öðrum hætti.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21