Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 10:00 Talið er að reglugerðin muni ná til tæplega 15 milljóna manna á ári hverju. Chesnot/Getty Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira