Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 09:24 Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hafði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Vísir/ap Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila