Fjöldi dauðra hvala á ströndum er vísindamönnum ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 13:26 Mögulegt er að sandlægjustofninn sé orðinn eins stór og hann getur orðið. Natalie Fobes/Getty Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna. Bandaríkin Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira