Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna.
25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira.
Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.







