Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2019 12:50 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, virðist eiga í stökustu vandræðum með að koma fjármálaáætlun í gegnum ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm „Það er ekki einu sinni búið að boða okkur á fund fjárlaganefndar,“ segir Inga Sæland 2. varaformaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir enn. Þingmenn sem Vísir hefur rætt við segja þetta fordæmalaust, ekki sé hægt að slíta þinginu áður en hún hefur verið afgreidd. Inga Sæland telur einsýnt að stjórnin sé í bullandi vandræðum með að hnoða áætlun saman. Þann vanda megi að einhverju leyti rekja til mismunandi áherslna stjórnarflokkanna, þá Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.Erfiður niðurskurður fyrirliggjandi „Miðað við hvað þessi fjárlagastefna fékk harkaleg viðbrögð; sýndi að milli þessarar fjárlagastefnu og þeirrar sem er í gildi er 20 milljarða samdráttur samtals á þessum fimm árum, frá því sem gert var ráð fyrir. Þar af 8 milljarðar beint sem draga á til baka sem ætlaðir voru í málefni öryrkja,“ segir Inga. Hún segist hafa heyrt af því að ekki einu sinni fólk í ráðherraliðinu hafi verið upplýstir um þetta, sem hlýtur að vera ávísun á glundroða innan ríkisstjórnarinnar.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til fundar í fjárlaganefnd vegna fjárhagsáætlunar sem hlýtur að þurfa þinglega meðferð.Vísir/vilhelmInga bendir sérstaklega í umsögn fjármálaráðs í þessu sambandi. Þar er um óháð ráð að ræða sem telur að breytingar í hagþróun, eins og þær birtast í nýjustu spá Hagstofu Íslands, nægi ekki einar og sér sem fullgilt tilefni til endurskoðunar gildandi fjármálastefnu, eins og þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra geri ráð fyrir. „Hins vegar eru merki um að samdrátturinn gæti jafnvel orðið skarpari og lengri en spáin segir til um. Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki endurskoðuð nú gæti slíkt reynst nauðsynlegt í náinni framtíð.Það gæti kallað á sársaukafullar ráðstafanir nú í opinberum fjármálum sem myndu reynast óskynsamlegar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunngildi. Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur,“ segir meðal annars í umsögn fjármálaráðs.Miðflokkurinn með óvænta líflínu fyrir ríkisstjórnina Þeirri kenningu hefur verið fleygt í eyru blaðamanns Vísis að innanbúðarvandi ríkisstjórnarinnar í því sem snýr að fjármálaáætlun valdi því ekki síður að ekki tekst að ljúka þinginu en kröfugerð Miðflokksins og/eða athugasemdir þingmanna Sjálfstæðisflokks við orðalag í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins. „Til að draga athyglina frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar vegna fjármálaáætlunar? Hver veit?“ segir Inga sem telur þetta ekki ósennilegt. „Ef þú ert að koma með eitthvað inn í þinglega meðferð áttu að vera búinn að ganga með málið í gegnum fastanefndina og umsagnaraðilar kost á að gera athugasemdir og fara yfir umsögnina. Við eru ekki enn búin að sjá fjárlagaáætlun í fjárlaganefnd. Þannig að Miðflokkur eða ekki Miðflokkur, ef staðan er raunverulega svona er Sigmundur Davíð að létta af þeim þrýstingi.“Ekki tókst að ná tali af Willum Þór Þórssyni formanni fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
„Það er ekki einu sinni búið að boða okkur á fund fjárlaganefndar,“ segir Inga Sæland 2. varaformaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir enn. Þingmenn sem Vísir hefur rætt við segja þetta fordæmalaust, ekki sé hægt að slíta þinginu áður en hún hefur verið afgreidd. Inga Sæland telur einsýnt að stjórnin sé í bullandi vandræðum með að hnoða áætlun saman. Þann vanda megi að einhverju leyti rekja til mismunandi áherslna stjórnarflokkanna, þá Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.Erfiður niðurskurður fyrirliggjandi „Miðað við hvað þessi fjárlagastefna fékk harkaleg viðbrögð; sýndi að milli þessarar fjárlagastefnu og þeirrar sem er í gildi er 20 milljarða samdráttur samtals á þessum fimm árum, frá því sem gert var ráð fyrir. Þar af 8 milljarðar beint sem draga á til baka sem ætlaðir voru í málefni öryrkja,“ segir Inga. Hún segist hafa heyrt af því að ekki einu sinni fólk í ráðherraliðinu hafi verið upplýstir um þetta, sem hlýtur að vera ávísun á glundroða innan ríkisstjórnarinnar.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til fundar í fjárlaganefnd vegna fjárhagsáætlunar sem hlýtur að þurfa þinglega meðferð.Vísir/vilhelmInga bendir sérstaklega í umsögn fjármálaráðs í þessu sambandi. Þar er um óháð ráð að ræða sem telur að breytingar í hagþróun, eins og þær birtast í nýjustu spá Hagstofu Íslands, nægi ekki einar og sér sem fullgilt tilefni til endurskoðunar gildandi fjármálastefnu, eins og þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra geri ráð fyrir. „Hins vegar eru merki um að samdrátturinn gæti jafnvel orðið skarpari og lengri en spáin segir til um. Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki endurskoðuð nú gæti slíkt reynst nauðsynlegt í náinni framtíð.Það gæti kallað á sársaukafullar ráðstafanir nú í opinberum fjármálum sem myndu reynast óskynsamlegar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunngildi. Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur,“ segir meðal annars í umsögn fjármálaráðs.Miðflokkurinn með óvænta líflínu fyrir ríkisstjórnina Þeirri kenningu hefur verið fleygt í eyru blaðamanns Vísis að innanbúðarvandi ríkisstjórnarinnar í því sem snýr að fjármálaáætlun valdi því ekki síður að ekki tekst að ljúka þinginu en kröfugerð Miðflokksins og/eða athugasemdir þingmanna Sjálfstæðisflokks við orðalag í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins. „Til að draga athyglina frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar vegna fjármálaáætlunar? Hver veit?“ segir Inga sem telur þetta ekki ósennilegt. „Ef þú ert að koma með eitthvað inn í þinglega meðferð áttu að vera búinn að ganga með málið í gegnum fastanefndina og umsagnaraðilar kost á að gera athugasemdir og fara yfir umsögnina. Við eru ekki enn búin að sjá fjárlagaáætlun í fjárlaganefnd. Þannig að Miðflokkur eða ekki Miðflokkur, ef staðan er raunverulega svona er Sigmundur Davíð að létta af þeim þrýstingi.“Ekki tókst að ná tali af Willum Þór Þórssyni formanni fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15