Hans Jørgen Haysen, yfirmaður knattspyrnumála hjá SønderjyskE segir að félagið sé ekki búið að ganga frá kaupunum á Ísaki Óla Ólafssyni, fyrirliða Keflavíkur.
Á sunnudagskvöldið greindu Keflvíkingar frá því að þeir væru búnir að ná samkomulagi við SønderjyskE um kaup á Ísaki Óla. Jafnframt kom fram að hann myndi spila með Keflavík í Inkasso-deildinni fram til 23. ágúst, áður en hann færi til Danmerkur.
Í samtali við JydskeVestkysten sagði Haysen hins vegar að ekkert samkomulag við Keflavík væri í höfn.
„Við höfum ekki skrifað undir neitt en við þekkjum leikmanninn og höfum verið í sambandi við félagið hans,“ sagði Haysen.
Ísak Óli hefur verið fastamaður í liði Keflavíkur undanfarin þrjú ár. Hann hefur leikið 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Segjast ekki vera búnir að kaupa Ísak Óla

Tengdar fréttir

Keflvíkingar upp í 2. sætið eftir sigur í Ólafsvík
Keflavík jafnaði Víking Ó. að stigum með sigri í leik liðanna í dag.

Fyrirliði Keflavíkur til SönderjyskE
Miðvörðurinn ungi og efnilegi hefur verið seldur til SönderjyskE.