Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 14:24 Um ýmislegt var rætt á þingfundi ungmenna á Alþingi í dag. Umhverfismál, jafnréttismál og heilbrigðismál voru ungmennunum hugleikin. vísir/berghildur Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. Þingfundurinn er haldinn í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins og er einn af fjölmörgum dagskrárliðum vegna hátíðarhaldanna í dag. Ungmennin komu sér saman um að taka fyrir þrjú málefni; umhverfismál, jafnréttismál og heilbrigðismál. Hópurinn afhenti ríkisstjórninni ályktanir af fundinum eftir hann. Mörg ungmennanna héldu eldræður fyrir þingið en einn þeirra var Eiður Atli Axelsson, sem hélt ræðu um jafnréttismál öryrkja.Af þingfundi ungmenna.vísir/berghildur„Fötlunarfræðsla í grunnskólum er því miður nánast engin og má rekja það til algers áhugaleysis skólastjórnenda til þess að fylgja aðalnámskrá grunnskóla. Það er ekki viðunandi og skora ég á hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra að láta gera úttekt í öllum grunnskólum landsins um hvort þeir framfylgi skildum sínum í þessum efnum,“ sagði Eiður við fundinn. Hann fjallaði auk þess um krónu á móti krónu skerðinguna sem sett var í gildi árið 2008 og hefur verið mikið í deiglunni síðustu misseri. „Já, það er með ólíkindum að þessi reglugerð hafi yfir höfuð verið samþykkt og felur hún í sér að dregið sé úr hvata öryrkja til samfélagsþátttöku en það sem furðulegra er er að þessi reglugerð er enn í gildi í dag,“ sagði Eiður. „Allir ríkisstjórnarflokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji afnema skerðingar öryrkja. Sérstaklega var áberandi í þessum yfirlýsingum fyrir kosningar 2017 Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, en hún sagði „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. Núverandi áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör.“ Staðan er sú nákvæmlega sama í dag en áhugi virðist vera orðinn minni hjá hæstvirtum forsætisráðherra, nú tveimur árum síðar. Hvers vegna ætli það sé?“ bætti hann við.Þór Ástþórsson í ræðustóli Alþingis. Þór talaði um framræstingu lands og fyllingu skurða.vísir/berghildurEinnig var rætt um umhverfismál en þar var meðal annars rætt um framræsingu lands, fiskeldi og matarsóun. „Framræst land er stærsti þáttur losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, allt að 72% samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar undanfarin ár. Af einhverjum ástæðum hefur ekki verið nægilega mikið tala um þennan stærsta þátt losunar gróðurhúsalofttegunda,“ sagði Þór Ástþórsson. „Að fylla upp í skurði og endurheimta þar með votlendi er einstakt tækifæri til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum. Kannski er þetta eðlilegt ferli?“ spurði Þór. „Fyrst voru skurðirnir grafnir, svo voru þeir nýttir og nú hafa þeir þjónað tilgangi sínu svo hægt er að fylla upp í þá.“ Elísabet Anna Gunnarsdóttir tók skýra afstöðu til fiskeldis, „Jú, það er vel gert hjá Alþingi að banna svartolíu í íslensku landhelginni frá og með næstu áramótum en nú þurfum við að einbeita okkur að öðru. Skaða fiskeldis. Mengun fiskeldis skaðar nú þegar gríðarlega lífríkið í hafinu og gæti útrýmt heilu tegundunum.“ „Jafnvel nú gera margir sér ekki grein fyrir því hvað mataræði hefur mikil áhrif á umhverfið þrátt fyrir miklu meiri þekkingu á málefninu. Grænmetisætur leysa frá sér aðeins þriðjung þeirra gróðurhúsalofttegunda sem meðal manneskja leysir. Ef allir myndu minnka kjötneyslu um helming væru Íslendingar á góðri leið með að uppfylla skyldur sínar í Parísarsáttmálanum. Nýting á matvælum er nauðsynleg til að samfélög geti verið sjálfbær og vistvæn,“ sagði Sturla Jónsson og hvatti Alþingi til að sporna við matarsóun, styðja við íslenska grænmetisbændur og leggja fjármagn í vistvæna nýsköpun. Forvarnir voru mörgum ungmennum huglæg og var velferð ungmenna í brennipunkti. Forvarnir í lýðheilsu, viðbrögð við skólaforðun og skjátími ungmenna var meðal þeirra umræðuefna sem tekin voru fyrir þegar heilbrigðismál voru rædd.Þingfundur ungmenna.vísir/berghildurBirta María Vilhjálmsdóttir sagði forvarnir í lýðheilsu skila minna álagi og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Skilningur og þekking hafi aukist á undanförnum árum og gildi forvarna til að takast á við sjúkdóma og vanheilsu mikið. „Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið sett fram heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og eiga þessi markmið að leiða til betra lífs, lífsskilyrða sem og betri umgengni við umhverfið,“ bætti Birta við. Guðmundur Grétar Magnússon, sveitungur í Húnaþingi vestra, sagði sitt heimahérað takast á við skólaforðun á góðan hátt, en nýverið hefur fulltrúi verið ráðinn sem mun vera skólum og heimilum til ráðgjafar í þeim efnum. Hann muni handleiða börnin og unglinga með það að markmiði að greina ástæður skólaforðunar og vinna með nemendum í því að sækja skólann á ný. „Velferð ungmenna verður á hinn boginn ekki tryggð nema ríki og sveitarfélög, heimili og skóli taki höndum saman. Þar skal heitið á vilja og von en margt er við að etja. Skólaforðun er nýtt og vaxandi vandamál í íslensku skólasamfélagi og hefur verið talsvert rætt í skólum og fjölmiðlum í vetur.“ Þá hefur skjátími barna og ungmenna verið umræddur í vetur og síðustu ár og sagði Thea Magdalena Guðjónsdóttir skjátíma ungra barna og unglinga í flestum tilvikum og langan. „Í staðin fyrir að fara út að leika, teikna eða lesa þá vilja krakkar aðeins vera í tækjum. Þeir eru á samfélagsmiðlum og í leikjum sem margir eru tilgangslausir.“ „Á samfélagsmiðlum sjá krakkar aðra unglinga eða frægt fólk sem þeir fara að bera sig saman við, bæði hvað varðar útlit og eigur og halda að sumir hlutir séu bara sjálfsagðir. Samfélagsmiðlanotkun getur valdið streitu, kvíða og vanlíðan.“ Hægt er að horfa á þingfund ungmenna hér. 17. júní Alþingi Menning Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. Þingfundurinn er haldinn í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins og er einn af fjölmörgum dagskrárliðum vegna hátíðarhaldanna í dag. Ungmennin komu sér saman um að taka fyrir þrjú málefni; umhverfismál, jafnréttismál og heilbrigðismál. Hópurinn afhenti ríkisstjórninni ályktanir af fundinum eftir hann. Mörg ungmennanna héldu eldræður fyrir þingið en einn þeirra var Eiður Atli Axelsson, sem hélt ræðu um jafnréttismál öryrkja.Af þingfundi ungmenna.vísir/berghildur„Fötlunarfræðsla í grunnskólum er því miður nánast engin og má rekja það til algers áhugaleysis skólastjórnenda til þess að fylgja aðalnámskrá grunnskóla. Það er ekki viðunandi og skora ég á hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra að láta gera úttekt í öllum grunnskólum landsins um hvort þeir framfylgi skildum sínum í þessum efnum,“ sagði Eiður við fundinn. Hann fjallaði auk þess um krónu á móti krónu skerðinguna sem sett var í gildi árið 2008 og hefur verið mikið í deiglunni síðustu misseri. „Já, það er með ólíkindum að þessi reglugerð hafi yfir höfuð verið samþykkt og felur hún í sér að dregið sé úr hvata öryrkja til samfélagsþátttöku en það sem furðulegra er er að þessi reglugerð er enn í gildi í dag,“ sagði Eiður. „Allir ríkisstjórnarflokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji afnema skerðingar öryrkja. Sérstaklega var áberandi í þessum yfirlýsingum fyrir kosningar 2017 Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, en hún sagði „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. Núverandi áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör.“ Staðan er sú nákvæmlega sama í dag en áhugi virðist vera orðinn minni hjá hæstvirtum forsætisráðherra, nú tveimur árum síðar. Hvers vegna ætli það sé?“ bætti hann við.Þór Ástþórsson í ræðustóli Alþingis. Þór talaði um framræstingu lands og fyllingu skurða.vísir/berghildurEinnig var rætt um umhverfismál en þar var meðal annars rætt um framræsingu lands, fiskeldi og matarsóun. „Framræst land er stærsti þáttur losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, allt að 72% samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar undanfarin ár. Af einhverjum ástæðum hefur ekki verið nægilega mikið tala um þennan stærsta þátt losunar gróðurhúsalofttegunda,“ sagði Þór Ástþórsson. „Að fylla upp í skurði og endurheimta þar með votlendi er einstakt tækifæri til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum. Kannski er þetta eðlilegt ferli?“ spurði Þór. „Fyrst voru skurðirnir grafnir, svo voru þeir nýttir og nú hafa þeir þjónað tilgangi sínu svo hægt er að fylla upp í þá.“ Elísabet Anna Gunnarsdóttir tók skýra afstöðu til fiskeldis, „Jú, það er vel gert hjá Alþingi að banna svartolíu í íslensku landhelginni frá og með næstu áramótum en nú þurfum við að einbeita okkur að öðru. Skaða fiskeldis. Mengun fiskeldis skaðar nú þegar gríðarlega lífríkið í hafinu og gæti útrýmt heilu tegundunum.“ „Jafnvel nú gera margir sér ekki grein fyrir því hvað mataræði hefur mikil áhrif á umhverfið þrátt fyrir miklu meiri þekkingu á málefninu. Grænmetisætur leysa frá sér aðeins þriðjung þeirra gróðurhúsalofttegunda sem meðal manneskja leysir. Ef allir myndu minnka kjötneyslu um helming væru Íslendingar á góðri leið með að uppfylla skyldur sínar í Parísarsáttmálanum. Nýting á matvælum er nauðsynleg til að samfélög geti verið sjálfbær og vistvæn,“ sagði Sturla Jónsson og hvatti Alþingi til að sporna við matarsóun, styðja við íslenska grænmetisbændur og leggja fjármagn í vistvæna nýsköpun. Forvarnir voru mörgum ungmennum huglæg og var velferð ungmenna í brennipunkti. Forvarnir í lýðheilsu, viðbrögð við skólaforðun og skjátími ungmenna var meðal þeirra umræðuefna sem tekin voru fyrir þegar heilbrigðismál voru rædd.Þingfundur ungmenna.vísir/berghildurBirta María Vilhjálmsdóttir sagði forvarnir í lýðheilsu skila minna álagi og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Skilningur og þekking hafi aukist á undanförnum árum og gildi forvarna til að takast á við sjúkdóma og vanheilsu mikið. „Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið sett fram heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og eiga þessi markmið að leiða til betra lífs, lífsskilyrða sem og betri umgengni við umhverfið,“ bætti Birta við. Guðmundur Grétar Magnússon, sveitungur í Húnaþingi vestra, sagði sitt heimahérað takast á við skólaforðun á góðan hátt, en nýverið hefur fulltrúi verið ráðinn sem mun vera skólum og heimilum til ráðgjafar í þeim efnum. Hann muni handleiða börnin og unglinga með það að markmiði að greina ástæður skólaforðunar og vinna með nemendum í því að sækja skólann á ný. „Velferð ungmenna verður á hinn boginn ekki tryggð nema ríki og sveitarfélög, heimili og skóli taki höndum saman. Þar skal heitið á vilja og von en margt er við að etja. Skólaforðun er nýtt og vaxandi vandamál í íslensku skólasamfélagi og hefur verið talsvert rætt í skólum og fjölmiðlum í vetur.“ Þá hefur skjátími barna og ungmenna verið umræddur í vetur og síðustu ár og sagði Thea Magdalena Guðjónsdóttir skjátíma ungra barna og unglinga í flestum tilvikum og langan. „Í staðin fyrir að fara út að leika, teikna eða lesa þá vilja krakkar aðeins vera í tækjum. Þeir eru á samfélagsmiðlum og í leikjum sem margir eru tilgangslausir.“ „Á samfélagsmiðlum sjá krakkar aðra unglinga eða frægt fólk sem þeir fara að bera sig saman við, bæði hvað varðar útlit og eigur og halda að sumir hlutir séu bara sjálfsagðir. Samfélagsmiðlanotkun getur valdið streitu, kvíða og vanlíðan.“ Hægt er að horfa á þingfund ungmenna hér.
17. júní Alþingi Menning Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira