Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 17:15 Hlín kom Íslandi á bragðið gegn Finnum í dag. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á því finnska í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum. Á fimmtudaginn gerðu þau markalaust jafntefli í Turku. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Ísland fór rólega af stað í Espoo en eftir um stundarfjórðung færðist meira líf í íslensku sóknina. Á 21. mínútu kom Hlín Íslendingum með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað landsliðsmark Hlínar. Íslenska liðið hélt áfram að þjarma að því finnska og á 32. mínútu jók Dagný forystuna í 0-2. Glódís Perla Viggósdóttir átti þá laglega sendingu inn fyrir finnsku vörnina, Dagný tók vel við boltanum og skoraði sitt 23. landsliðsmark. Finnar voru nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum, þá aðallega Linda Sällström sem fór illa með færin sín í dag. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti Heidi Kollanen svo skalla í stöng íslenska marksins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á í sínum fyrsta landsleik eftir rúman klukkutíma. Hún fékk gott færi til að skora þriðja mark Íslands en skaut beint á Tinju-Riikka Korpela, markvörð Finnlands. Fleiri urðu mörkin í leiknum ekki og 0-2 sigur Íslands staðreynd. Þetta var síðasti leikur Íslands áður en undankeppni EM 2021 hefst í haust. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu á heimavelli 29. ágúst og 2. september. Auk þessara liða eru Svíþjóð og Lettland í riðlinum.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirHægri bakvörður: Ásta Eir ÁrnadóttirMiðverðir: Ingibjörg Sigurðardóttir (67. Guðný Árnadóttir) og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Áslaug Munda GunnlaugsdóttirMiðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir (46. Alexandra Jóhannsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen (67. Sandra María Jessen)Hægri kantmaður: Hlín Eiríksdóttir (61. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir)Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir (46. Fanndís Friðriksdóttir)Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (39. Margrét Lára Viðarsdóttir) EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á því finnska í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum. Á fimmtudaginn gerðu þau markalaust jafntefli í Turku. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Ísland fór rólega af stað í Espoo en eftir um stundarfjórðung færðist meira líf í íslensku sóknina. Á 21. mínútu kom Hlín Íslendingum með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað landsliðsmark Hlínar. Íslenska liðið hélt áfram að þjarma að því finnska og á 32. mínútu jók Dagný forystuna í 0-2. Glódís Perla Viggósdóttir átti þá laglega sendingu inn fyrir finnsku vörnina, Dagný tók vel við boltanum og skoraði sitt 23. landsliðsmark. Finnar voru nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum, þá aðallega Linda Sällström sem fór illa með færin sín í dag. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti Heidi Kollanen svo skalla í stöng íslenska marksins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á í sínum fyrsta landsleik eftir rúman klukkutíma. Hún fékk gott færi til að skora þriðja mark Íslands en skaut beint á Tinju-Riikka Korpela, markvörð Finnlands. Fleiri urðu mörkin í leiknum ekki og 0-2 sigur Íslands staðreynd. Þetta var síðasti leikur Íslands áður en undankeppni EM 2021 hefst í haust. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu á heimavelli 29. ágúst og 2. september. Auk þessara liða eru Svíþjóð og Lettland í riðlinum.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirHægri bakvörður: Ásta Eir ÁrnadóttirMiðverðir: Ingibjörg Sigurðardóttir (67. Guðný Árnadóttir) og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Áslaug Munda GunnlaugsdóttirMiðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir (46. Alexandra Jóhannsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen (67. Sandra María Jessen)Hægri kantmaður: Hlín Eiríksdóttir (61. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir)Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir (46. Fanndís Friðriksdóttir)Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (39. Margrét Lára Viðarsdóttir)
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15
Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34