Körfubolti

„Versta ákvörðun sem Lakers hafa tekið“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lonzo Ball hefur átt erfitt uppdráttar hjá Lakers vegna meiðsla
Lonzo Ball hefur átt erfitt uppdráttar hjá Lakers vegna meiðsla vísir/getty
LaVar Ball er ekki par sáttur með þá ákvörðun Los Angeles Lakers að skipta syni sínum, Lonzo Ball, til New Orleans Pelicans.

Í gærkvöld bárust fréttir af því að Lakers og Pelicans hefðu náð samkomulagi um skipti Anthony Davis til Los Angeles. Í skiptum fyrir hann fær Pelicans Lonzo Ball, Brandon Ingram, Josh Hart og þrjá valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins.

„Ég get fullvissað ykkur um það að þetta verður það versta sem Lakers hefur nokkur tíman gert og þeir munu aldrei vinna meistaratitilinn aftur,“ sagði LaVar við ESPN.

„Þeir munu sjá eftir þessu en ég mun skemmta mér yfir þessu. Ég sagði ykkur að þeir væru að hrapa en nú hefur Lakers brotlent algjörlega. Sem betur fer komst sonur minn af skipinu áður en það sprakk.“

LaVar Ball er duglegur við að koma sér í sviðsljósið en synir hans þrír þykja allir á meðal efnilegri körfuboltamanna Bandaríkjanna. Lonzo hefur þó ekki náð að standa undir væntingum það sem af er ferli hans í NBA deildinni þar sem hann hefur glímt mikið við meiðsli síðustu tvö árin.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×