Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 16:52 Breiðafjarðarferjan Baldur er í eigu Sæferða. vísir/gva Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira