Krefjast afsagnar lögreglumanns sem hótaði tíu ára dreng með skotvopni Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:00 Jerri Hrubes ásamt tíu ára syni sínum DJ Hrubes. AP/Rick Bowner Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“ Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira