Fyrirmyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:45 Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar