Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍBV 5-1 | Valsmenn spyrna sér af botninum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júní 2019 19:15 Ólafur Karl Finsen var á meðal markaskorara Vals vísir/daníel Valsmenn fóru upp úr fallsæti með 5-1 sigri á Eyjamönnum í Pepsi Max deild karla í dag. Valsmenn komust yfir í fyrri hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu snemma í seinni hálfleik. Þá tók við flugeldasýning frá Valsmönnum en þeir skoruðu 3 mörk á næsta korterinu. Valsmenn tóku fljótt völdin í óatburðaríkum fyrri hálfleik. Eyjamenn sóttu á fáum mönnum og oftast langar sendingar fram sem Eiður Aron skallaði oftar en ekki í burtu. Lasse Petry skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu með sleggjuskoti eftir hornspyrnu. Valsmenn tóku hornið stutt og lét fyrir utan teig. Valsmenn héldu áfram að eiga fleiri sóknir eftir markið en það var lítið um dauðafæri. Sigurður Arnar Magnússon jafnaði leikinn með draumamarki í upphafi seinni hálfleiks. Markið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en annars voru Eyjamenn ekkert mikið búnir að sækja á markið. Markið kveikti heldur betur í Valsmönnum en þá fóru þeir af stað. Andri Adolphsson skoraði einungis tveimur mínútum seinna. Ólafur Karl Finsen bætti í forystuna með marki fimm mínútum síðar. Lasse Petry og Ólafur Karl skoruðu síðan sitt hvort markið í viðbót en Valsmenn voru mjög sannfærandi út seinni hálfleikinn. vísir/daníelAf hverju vann Valur? Eyjamenn ætluðu sér aldrei að ná í 3 stigin í kvöld og þeir náðu ekki að verjast nægilega vel til að fá stig úr leiknum. Valsmenn voru komnir í þann bolta sem þeir eru búnir að vera að spila seinustu ár í dag og þá áttu gestirnir aldrei séns. Hverjir stóðu upp úr? Lasse Petry sýndi í dag í fyrsta skipti almennilega af hverju væntingarnar til hans fyrir tímabilið voru svona miklar. Mörkin tvö voru bæði frábærar spyrnur frá honum auk þess sem hann átti urmul af góðum sendingum í dag. Ólafur Karl var mjög ógnandi í seinni hálfleik og á hrós skilið. Hann er ekki vanur að vera framherji en stóð sig vel í því hlutverki í dag. Andri Adolphsson átti sinn besta leik í sumar en hann ógnaði mikið upp hægri vænginn, auk þess sem hann skoraði. Síðan var þríhyrningurinn sem Andri og Ólafur tóku áður en Ólafur skoraði fyrra markið sitt alveg frábær. Hvað gekk illa? Allt hjá Eyjamönnum sóknarlega í dag. Skotið hans Sigurðar Arnars var frábært en annars gerðu þeir liggur við ekki neitt sóknarlega í leiknum. Það þarf síðan ekki að segja meira um varnarleikinn en 5 mörkin sem þeir fengu á sig. Hvað gerist næst? Valsmenn fara í Vesturbæinn á miðvikudaginn og heimsækja KR í leik sem verður auðvitað í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eyjamenn fara síðan í Kópavoginn næsta laugardag og heimsækja þar Blika, sá leikur verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. vísir/daníelÓli Jóh: Höfum saknað Kidda í sumar„Þetta var bara góður leikur af okkar hálfu og frábær sigur,” sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir leik dagsins. Eyjamenn jöfnuðu snemma í seinni hálfleik en Valsmenn skoruðu síðan 3 mörk á næsta korterinu. Ákefðin var töluvert meiri í Valsliðinu eftir að Eyjamenn jöfnuðu. „Það virðist hafa gert það. Það kom allavega líf í okkur eftir að þeir jöfnuðu og þeir sigldu þessu vel heim.” Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn í byrjunarliðið í fyrsta skipti í sumar og stóð sig vel í dag. Kristinn Freyr kemur með aðra vídd inn í sóknarleik Valsmanna en náði oft stóran þátt í að Valsmenn spiluðu sig í gegnum vörn Eyjamanna. „Kiddi er frábær fótboltamaður og við höfum saknað hans í sumar það er ljóst. Ég er ánægður að hann sé 60 mínútna maður.” Valsmenn fara í Vesturbæinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila gegn toppliði KR. Það hefur alltaf verið rígur á milli liðanna tveggja í gegnum tíðina og búast má við hörkuleik. „Það er alltaf gaman að spila við KR. KR-Valur eru alltaf alvöru leikir þannig að við bíðum spenntir.” Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er Hannes Þór Halldórsson markmaður Vals meiddur og missti því af leik dagsins. Ólafur vissi ekki hvenær hann meiddist og var ekki spenntur fyrir að ræða um mál landsliðsmarkvarðins. „Ég hef ekki hugmynd hvenær hann tognaði.” „Ég þekki ekki hvernig svona mál ganga fyrir sig því miður,” sagði Ólafur aðspuður hvort það væri ekki betra fyrir Hannes að reyna að jafna sig á meiðslunum heima á Íslandi frekar en að fara í frí. Hannes er staddur á Ítalíu í brúðkaupinu hjá Gylfa Þór liðsfélaga sínum í landsliðinu. vísir/daníelPedro: Misstum þetta niður eftir annað markið„Annað markið þeirra fór með okkur, það gaf þeim meira sjálfstraust. Við náðum ekki að bregðast jafn vel við og eftir fyrsta markið. Við byrjum seinni hálfleikinn vel og skorum. Við misstum skipulagið eftir þriðja markið og skildum eftir okkur mikið af auðu plássi. Seinasta tvö mörkin eru eðlileg þegar maður spilar á móti liði eins og Val, við vorum mjög illa skipulagðir og þá gerist svona.” Eyjamenn gerðu skiptingu í hálfleik en Róbert Aron Eysteinsson kom inn fyrir Breka Ómarsson. Pedro var ánægður með Róbert og frammistöðu Eyjamanna í upphafi seinni hálfleiks. „Við þurftum meiri gæði á boltanum og Róbert er efnilegur strákur. Við þurftum að geta spilað boltanum betur og í upphafi seinni hálfleiks gekk það betur. Eftir seinna markið þeirra fór þetta síðan allt frá okkur.” vísir/daníelÓlafur Karl: Einn af betri fótboltamönnum sem ég hef spilað með „Ég er mjög ánægður að ná loksins góðum sigri,” sagði Ólafur Karl Finsen leikmaður Vals eftir leik dagsins. Hvað gerðuð þið öðruvísi í dag? „Mér finnst við ekki hafa verið að gera neitt öðruvísi. Við erum búnir að vera að leggja okkur alltaf fram. Hlutirnir hafa ekki alveg verið að detta með okkur, í dag gengu hlutirnir bara betur og fótbolti er bara þannig stundum.” Valsmenn eru búnir að fá tveggja vikna pásu frá leikjum útaf landsleikjahléinu. Landsleikjahlé eru oft góð tækifæri til að þjappa saman hópnum og safna kröftum fyrir komandi átök. „Við bara æfðum vel og hvíldum okkur vel. Gerðum ekkert öðruvísi nema að það voru engir leikir. Það var garðpartý hjá Bjarna og golfmót, það var geggjað. Svo fórum við eitthvað niður í bæ.” Hver vann golfmótið? „Birnir. Hann er einhver fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, þrátt fyrir að hafa unnið fannst mér hann samt algjör vonbrigði. Það segir bara hvað við erum lélelgir í golfi. Ólafur Karl átti stórleik í dag en hann skoraði tvö mörk og lagði upp mark að auki. Hann er búinn að vera að spila sem framherji í síðustu leikjum Vals og fann sig vel þar í kvöld. „Ég er bara ánægður með að hafa unnið. Þó það sé klisja þá langaði mig bara virkilega mikið að vinna í dag. Alveg sama hvernig það átti að gerast.” Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn í byrjunarlið Valsmanna í fyrsta skipti í sumar og stóð sig vel í dag. Það sást vel að hann og Óli ná vel saman inni á vellinum. „Hann er náttúrulega bara ótrúlega góður fótboltamaður. Ég hef spilað með ótrúlega góðum fótboltamönnum frá mörgum löndum og hann er einn af þeim betri sem ég hef spilað með. Auðvitað er leiðinlegt að missa af undirbúningstímabilinu ég þekki það mjög vel. Það er mjög erfitt að komast í leikform en hann var frábær í dag. Hann á eftir að koma sér í stand ef hann er ekki nú þegar kominn í stand og það er frábært að fá hann tilbaka.” Pepsi Max-deild karla
Valsmenn fóru upp úr fallsæti með 5-1 sigri á Eyjamönnum í Pepsi Max deild karla í dag. Valsmenn komust yfir í fyrri hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu snemma í seinni hálfleik. Þá tók við flugeldasýning frá Valsmönnum en þeir skoruðu 3 mörk á næsta korterinu. Valsmenn tóku fljótt völdin í óatburðaríkum fyrri hálfleik. Eyjamenn sóttu á fáum mönnum og oftast langar sendingar fram sem Eiður Aron skallaði oftar en ekki í burtu. Lasse Petry skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu með sleggjuskoti eftir hornspyrnu. Valsmenn tóku hornið stutt og lét fyrir utan teig. Valsmenn héldu áfram að eiga fleiri sóknir eftir markið en það var lítið um dauðafæri. Sigurður Arnar Magnússon jafnaði leikinn með draumamarki í upphafi seinni hálfleiks. Markið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en annars voru Eyjamenn ekkert mikið búnir að sækja á markið. Markið kveikti heldur betur í Valsmönnum en þá fóru þeir af stað. Andri Adolphsson skoraði einungis tveimur mínútum seinna. Ólafur Karl Finsen bætti í forystuna með marki fimm mínútum síðar. Lasse Petry og Ólafur Karl skoruðu síðan sitt hvort markið í viðbót en Valsmenn voru mjög sannfærandi út seinni hálfleikinn. vísir/daníelAf hverju vann Valur? Eyjamenn ætluðu sér aldrei að ná í 3 stigin í kvöld og þeir náðu ekki að verjast nægilega vel til að fá stig úr leiknum. Valsmenn voru komnir í þann bolta sem þeir eru búnir að vera að spila seinustu ár í dag og þá áttu gestirnir aldrei séns. Hverjir stóðu upp úr? Lasse Petry sýndi í dag í fyrsta skipti almennilega af hverju væntingarnar til hans fyrir tímabilið voru svona miklar. Mörkin tvö voru bæði frábærar spyrnur frá honum auk þess sem hann átti urmul af góðum sendingum í dag. Ólafur Karl var mjög ógnandi í seinni hálfleik og á hrós skilið. Hann er ekki vanur að vera framherji en stóð sig vel í því hlutverki í dag. Andri Adolphsson átti sinn besta leik í sumar en hann ógnaði mikið upp hægri vænginn, auk þess sem hann skoraði. Síðan var þríhyrningurinn sem Andri og Ólafur tóku áður en Ólafur skoraði fyrra markið sitt alveg frábær. Hvað gekk illa? Allt hjá Eyjamönnum sóknarlega í dag. Skotið hans Sigurðar Arnars var frábært en annars gerðu þeir liggur við ekki neitt sóknarlega í leiknum. Það þarf síðan ekki að segja meira um varnarleikinn en 5 mörkin sem þeir fengu á sig. Hvað gerist næst? Valsmenn fara í Vesturbæinn á miðvikudaginn og heimsækja KR í leik sem verður auðvitað í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eyjamenn fara síðan í Kópavoginn næsta laugardag og heimsækja þar Blika, sá leikur verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. vísir/daníelÓli Jóh: Höfum saknað Kidda í sumar„Þetta var bara góður leikur af okkar hálfu og frábær sigur,” sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir leik dagsins. Eyjamenn jöfnuðu snemma í seinni hálfleik en Valsmenn skoruðu síðan 3 mörk á næsta korterinu. Ákefðin var töluvert meiri í Valsliðinu eftir að Eyjamenn jöfnuðu. „Það virðist hafa gert það. Það kom allavega líf í okkur eftir að þeir jöfnuðu og þeir sigldu þessu vel heim.” Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn í byrjunarliðið í fyrsta skipti í sumar og stóð sig vel í dag. Kristinn Freyr kemur með aðra vídd inn í sóknarleik Valsmanna en náði oft stóran þátt í að Valsmenn spiluðu sig í gegnum vörn Eyjamanna. „Kiddi er frábær fótboltamaður og við höfum saknað hans í sumar það er ljóst. Ég er ánægður að hann sé 60 mínútna maður.” Valsmenn fara í Vesturbæinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila gegn toppliði KR. Það hefur alltaf verið rígur á milli liðanna tveggja í gegnum tíðina og búast má við hörkuleik. „Það er alltaf gaman að spila við KR. KR-Valur eru alltaf alvöru leikir þannig að við bíðum spenntir.” Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er Hannes Þór Halldórsson markmaður Vals meiddur og missti því af leik dagsins. Ólafur vissi ekki hvenær hann meiddist og var ekki spenntur fyrir að ræða um mál landsliðsmarkvarðins. „Ég hef ekki hugmynd hvenær hann tognaði.” „Ég þekki ekki hvernig svona mál ganga fyrir sig því miður,” sagði Ólafur aðspuður hvort það væri ekki betra fyrir Hannes að reyna að jafna sig á meiðslunum heima á Íslandi frekar en að fara í frí. Hannes er staddur á Ítalíu í brúðkaupinu hjá Gylfa Þór liðsfélaga sínum í landsliðinu. vísir/daníelPedro: Misstum þetta niður eftir annað markið„Annað markið þeirra fór með okkur, það gaf þeim meira sjálfstraust. Við náðum ekki að bregðast jafn vel við og eftir fyrsta markið. Við byrjum seinni hálfleikinn vel og skorum. Við misstum skipulagið eftir þriðja markið og skildum eftir okkur mikið af auðu plássi. Seinasta tvö mörkin eru eðlileg þegar maður spilar á móti liði eins og Val, við vorum mjög illa skipulagðir og þá gerist svona.” Eyjamenn gerðu skiptingu í hálfleik en Róbert Aron Eysteinsson kom inn fyrir Breka Ómarsson. Pedro var ánægður með Róbert og frammistöðu Eyjamanna í upphafi seinni hálfleiks. „Við þurftum meiri gæði á boltanum og Róbert er efnilegur strákur. Við þurftum að geta spilað boltanum betur og í upphafi seinni hálfleiks gekk það betur. Eftir seinna markið þeirra fór þetta síðan allt frá okkur.” vísir/daníelÓlafur Karl: Einn af betri fótboltamönnum sem ég hef spilað með „Ég er mjög ánægður að ná loksins góðum sigri,” sagði Ólafur Karl Finsen leikmaður Vals eftir leik dagsins. Hvað gerðuð þið öðruvísi í dag? „Mér finnst við ekki hafa verið að gera neitt öðruvísi. Við erum búnir að vera að leggja okkur alltaf fram. Hlutirnir hafa ekki alveg verið að detta með okkur, í dag gengu hlutirnir bara betur og fótbolti er bara þannig stundum.” Valsmenn eru búnir að fá tveggja vikna pásu frá leikjum útaf landsleikjahléinu. Landsleikjahlé eru oft góð tækifæri til að þjappa saman hópnum og safna kröftum fyrir komandi átök. „Við bara æfðum vel og hvíldum okkur vel. Gerðum ekkert öðruvísi nema að það voru engir leikir. Það var garðpartý hjá Bjarna og golfmót, það var geggjað. Svo fórum við eitthvað niður í bæ.” Hver vann golfmótið? „Birnir. Hann er einhver fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, þrátt fyrir að hafa unnið fannst mér hann samt algjör vonbrigði. Það segir bara hvað við erum lélelgir í golfi. Ólafur Karl átti stórleik í dag en hann skoraði tvö mörk og lagði upp mark að auki. Hann er búinn að vera að spila sem framherji í síðustu leikjum Vals og fann sig vel þar í kvöld. „Ég er bara ánægður með að hafa unnið. Þó það sé klisja þá langaði mig bara virkilega mikið að vinna í dag. Alveg sama hvernig það átti að gerast.” Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn í byrjunarlið Valsmanna í fyrsta skipti í sumar og stóð sig vel í dag. Það sást vel að hann og Óli ná vel saman inni á vellinum. „Hann er náttúrulega bara ótrúlega góður fótboltamaður. Ég hef spilað með ótrúlega góðum fótboltamönnum frá mörgum löndum og hann er einn af þeim betri sem ég hef spilað með. Auðvitað er leiðinlegt að missa af undirbúningstímabilinu ég þekki það mjög vel. Það er mjög erfitt að komast í leikform en hann var frábær í dag. Hann á eftir að koma sér í stand ef hann er ekki nú þegar kominn í stand og það er frábært að fá hann tilbaka.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti