Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 18:30 Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“ Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“
Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira