Af hverju svarar ráðherra ekki? Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. júní 2019 12:35 Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Vala Helgadóttir Landsréttarmálið Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun